Ég á grænan 1981 Malibu sem stóð hjá Bílasprautun Hafnarfjarðar á milli Reykjavíkurvegs og Trönuhrauns.
Þetta er partabíll og er ekki heill en nauðsynlegur fyrir mig svo ég geti gert minn alveg 100%.
Það er auðvitað ekki mikið um þessa bíla hér.
Ég er því miður ekki með númer eða myndir af bílnum.
Ég býst við að það hafi verið hirt bílinn einhverntíman á síðustu 3 mánuðum þar sem það dróst á langinn að sækja bílinn því ég var erlendis og faðir minn hefur ekki haft möguleika á því.
Bílinn er vélarlaus og var ekki á felgum og dekkjum allan ganginn einu sinni svo það hefur verið talsvert mál að taka hann.
Bíllinn stóð ásamt mörgum öðrum ógangfærum bílum sem eru ekki í umferð og standa þeir þarna ennþá svo það er bara þessi sem hefur verið tekinn.
Endilega hafa samband við mig, Alexander Harrason í síma 863-5443 eða í PM.
Ef bílnum er skilað verður ekkert meira gert í málinu.
