Author Topic: Bíll dagsins 9des. 2009 Camaro  (Read 8559 times)

Offline GunniCamaro

  • Pre staged
  • ****
  • Posts: 374
    • View Profile
Re: Bíll dagsins 9des. 2009 Camaro
« Reply #20 on: December 16, 2009, 14:03:57 »
Nei nei, ég er bara feginn ef einhver leiðréttir mig, við viljum hafa hlutina rétta en ég er kannski ekki alveg 100% sammála ykkur, ég ætla að vona að ég megi hafa þá skoðun án þess að sitja undir einhverju ámæli eða þurfa t. d. að svara því af hverju ég sé ekki búinn með minn bíl, hvernig sem það tengist þessari umræðu  :?:.
Og það sem ég meinti með þessi 10 ára var u.þ.b. þegar bílnum var breytt í Motion bíl með vélakramsbreytingunni, það var búið áður að setja á hann húddskóp o. fl.
« Last Edit: December 16, 2009, 14:55:42 by GunniCamaro »
Gunnar Ævarsson

Offline Harry þór

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 714
  • Camaro 427
    • View Profile
    • http://www.korfubilar.is
Re: Bíll dagsins 9des. 2009 Camaro
« Reply #21 on: December 16, 2009, 20:40:16 »
Hér er smá uppl.
1969 Camaro 427 sYc
11.99 Drag radial 60 ft 1.650
12.24 BFG  radial 60 ft 1.795  111.93 mph
Altered dragster 598 bbc 4.77.  1/8 - 147.5 mph - 1.09 60 ft
1/4 7.65 - 163.5 mph

Offline 69Camaro

  • In the burnout box
  • ***
  • Posts: 216
    • View Profile
Re: Bíll dagsins 9des. 2009 Camaro
« Reply #22 on: December 17, 2009, 15:10:40 »
Camaro RS/SS  Motion.  454 LS - 7

Þessi bíll kemur nýr til landsins 1971 innfluttur af Örvari Sigurðssyni  sem átti hann í 20 ár. Árið 1992 eignast Ingi S Ólafsson bílinn og á hann í 10 ár og ég eignast hann 2001.Bíllinn er ekin 41 þús mílur frá upphafi og aðeins 1243 mílur síðan 1977.
Þetta er fyrsti einkabíllinn sem kemur með flugi til landsins. Árið 1977 er honum breytt samkvæmt BALDWIN / MOTION uppskrift en það var fyrirtæki sem tók svona bíla og breytti í svokallaða KEY – RACER  bíla sem áttu að fara míluna á 11,15 sec eða þú gast skilað honum.
Þessi bíll fór best 11,15 sec með Skippy ( amerískur driver)undir stýri árið 1980.

------------------------------------------------------

Glæsilegur bíll og vakti aðdáun allra sem hann sáu á sínum tíma. Smá leiðrétting þó vegna textans hér að ofan frá Harry, bíllinn kom notaður frá Ameríku, en ekki nýr. Mér skilst að Örvar hafi látið setja víniltoppinn á bílinn í USA áður en hann kom til Íslands. Besti tími bílsins var tekinn með NOS en hann fór án NOS á c.a. lágar 12 sek. Leiðinlegt að sjá hann hverfa úr landi því bilinn er samtvinnaður sögu kvartmílu á Íslandi frá upphafi.
Ari Jóhannsson
1969 Camaro, N/A   8.55 ET / 160,7 MPH., 5.34 /130.0 MPH 1/8, 1.22 60ft.

Offline ÓE

  • In the burnout box
  • ***
  • Posts: 226
    • View Profile
Re: Bíll dagsins 9des. 2009 Camaro
« Reply #23 on: December 17, 2009, 15:39:32 »
Sælir.
 
Það má velta sér endalaust yfir því hvernig þessi bíll var "Motion" með viniltopp eða SS merkjum, eitt er víst að hann var og er einstakur. Á sínum tíma bauð Ingi bílinn til sölu fyrir 1500 þús og vildi fá það í peningum og engar refjar, þetta var 1999..þá var þessi bíll sami Motion og hann er í dag.  :lol: Ekki voru menn að slást um hann þá...
Kv ÓE
« Last Edit: December 17, 2009, 19:37:29 by ÓE »
Óskar Einarsson.
Bel Air 65
T/A  74
Monte Carlo 77

Offline Sigtryggur

  • Pre staged
  • ****
  • Posts: 402
    • View Profile
Re: Bíll dagsins 9des. 2009 Camaro
« Reply #24 on: December 17, 2009, 15:43:40 »
Örvar sagði mér sjálfur,að hann hefði keyft hann af mafíosum sem höfðu eignast nokkra Chevroletta sem höfðu lent í flóði eða allavega einhverju vatni hjá GM umboði.Þegar Örvar sá hann fyrst stóð hann opinn og gott ef ekki var búið að rífa úr honum innréttinguna að einhv.leyti.Ég tók því þannig að þarna hefði bíllinn verið nýr og Örvar t.d. í framhaldinu látið klæða upp í honum hurðarspjöldin,en eins og einhv. kanski muna þá voru þau ekki með original áferð.
Sigtryggur Harðarson
´66 Fairlane GT
  428 CJ
  13.613/100.67 mph
´01 Sporttrack
http://www.cardomain.com/ride/2385963