Camaro RS/SS Motion. 454 LS - 7
Þessi bíll kemur nýr til landsins 1971 innfluttur af Örvari Sigurðssyni sem átti hann í 20 ár. Árið 1992 eignast Ingi S Ólafsson bílinn og á hann í 10 ár og ég eignast hann 2001.Bíllinn er ekin 41 þús mílur frá upphafi og aðeins 1243 mílur síðan 1977.
Þetta er fyrsti einkabíllinn sem kemur með flugi til landsins. Árið 1977 er honum breytt samkvæmt BALDWIN / MOTION uppskrift en það var fyrirtæki sem tók svona bíla og breytti í svokallaða KEY – RACER bíla sem áttu að fara míluna á 11,15 sec eða þú gast skilað honum.
Þessi bíll fór best 11,15 sec með Skippy ( amerískur driver)undir stýri árið 1980.
------------------------------------------------------
Glæsilegur bíll og vakti aðdáun allra sem hann sáu á sínum tíma. Smá leiðrétting þó vegna textans hér að ofan frá Harry, bíllinn kom notaður frá Ameríku, en ekki nýr. Mér skilst að Örvar hafi látið setja víniltoppinn á bílinn í USA áður en hann kom til Íslands. Besti tími bílsins var tekinn með NOS en hann fór án NOS á c.a. lágar 12 sek. Leiðinlegt að sjá hann hverfa úr landi því bilinn er samtvinnaður sögu kvartmílu á Íslandi frá upphafi.