Kvartmílan > Bílarnir og Græjurnar

Road Runner 70

(1/5) > >>

gsig:
Þá er loksins komið að því að skella hér inn nokkrum myndum af bílnum mínum sem ég er að gera upp. Mig grunar nú að margir ykkar þekki sögu hans
jafnvel mikklu betur en ég. Þetta Plymouth Road Runner (clone) árgerð 70. Ég keypti hann fyrir um ári.  Þegar ég fékk hann var byrjað að rífa hann búið að kaupa í hann aðra vél, hann var með 440, hún var seld og önnur 440 keypt. Byrjað var á að klára að rífa allt úr honum, það litla sem var eftir. Hann síðan sandblásin, allt ryð náttúrulega fjarlægt og byrjað að smíða. Núna er ryðbætningu nánast að ljúka, kannski mánuður eða 2 eftir, það kemur bara í ljós. :D

1965 Chevy II:
Alltaf gaman að sjá flotta uppgerð á bílum,þetta lofar mjög góðu. =D>

crown victoria:
Líst vel á þetta  =D>
Eru ekki til gamlar myndir af þessum?

Ps.Góð lausn á geymslu fyrir Bjölluna líka sé ég  :D

gsig:
Hérna eru 3 gamlar myndir, veit ekki hvenær þessi fyrri er tekin, kannski kringum 90, allavega eftir að stöð 2 fer í loftið. Hinar eru síðan 2005.

Kristján Skjóldal:
þetta er ekki neitt smá flott hjá þér =D>á að gera hann eins mynd á vegg hjá þér :?: :D

Navigation

[0] Message Index

[#] Next page

Go to full version