Kvartmílan > Leit að bílum og eigendum þeirra.
'71 Camaro Z28
GunniCamaro:
Einhvern veginn fór þessi að mestu leyti fram hjá mér, mig langar til að spyrja hvort þetta sé upprunalega Z-28 og þá hvort uppr. l. vélin sé enn í honum og hvaða kassi er í honum og hvaða gír er í hásingunni og hvort það sé eitthvað fleira spennandi.
Ef þetta er upprunaleg ´71 Z-28 er þetta væntanlega elsta Z á landinu en sú elsta var (ekki lengur til sem slík) ´74 bíllinn sem Ingó átti.
1971 Z-28 vélin var 330hp. en við lækkun á þjöppu (11 niður í 9) tapaðist 30hp frá 70 árg. og enn meira árið eftir þannig að margir telja 71 Z-28 vera síðustu "alvöru" Z í afli og það voru framleidd 4862 stk af þeim.
Eini sjáanlegi munurinn á 70 og 71 árg. eru stólarnir með háa bakinu í stað stóla með lausum höfuðpúðum í 70 árg.
P.s. það væri gaman ef það væri hægt að fá mynd af eða upplýsingarnar úr hvalbaksplötunni
Guðmundur Björnsson:
Er ekki þessi gæðingur Z/28 8-)
GunniCamaro:
Jaa, það voru Z-28 merki á honum þegar hann kom til landsins en mig minnir að Ingó hafi flutt hann inn vélalausan og hann var farinn að daprast enda fékk hann LS7 454, fór aldrei á númer heldur beint í míluna og er held ég bara ónýtur fyrir austan fjall þannig að ég tel hann eiginlega ekki með sem elsti Z-28.
Einar Birgisson:
Bíllinn hans Ingó var á spjöldum hér fyrir norðan, með LS7 og 5 gíra DN kassanum, og rúntaði þó nokkuð sem slíkur !
GunniCamaro:
OK ég hélt að hann hefði aldrei farið á götuna þannig að þá eru þessar tvær 71 Zetur þær elstu á landinu.
Var það ekki hann Árni kvartmílukall sem býr rétt hjá Flúðum sem á eða átti þessa svörtu Zetu.
Navigation
[0] Message Index
[#] Next page
[*] Previous page
Go to full version