Búinn að versla mér allt í pústkerfið. Það verður fremst 3" og fer svo niðrí 2,75"
Málið var að ég var búinn að versla mér 3800 series II af 99´camaro en vandamálið var að inngjöfin var drive by wire og tókst mér ekki að koma bensín pedalnum fyrir þannig að hann væri í þægilegri stöðu. Þá fann ég 3800 series II supercharged úr Buick park avenu ultra ´97 sem ég verslaði og á ég bara eftir að tengja rafmagnið og ganga frá pústinu og þá get farið út að spóla.
Vélin er uppgefin um 240 hp í bíl sem er að losa 1000kg þannig ég vona að þetta eigi eftir að virka ágætlega og skila mér allavega í háum 12 sek.
Hér eru myndir af alveg eins uppsetningu á pústkerfi.