Er í veseni með að ná soggreininni af í troopernum hjá mér þetta er semsagt 3,0 ltr common rail vélin en það sem ég er að spá í er hvort einhver
geti leiðbeint mér aðeins í gegnum þetta svona í grófum dráttum.... td hve margir boltar halda greininni fastri og hvað það er sem þarf að losa frá.
ég er búinn að losa einhverja bolta og ná rörinu sem kemur utan um grein og í ventlalok og fullt af einhverjum rafmagnstengjum en hún haggast ekki og ég get ómögulega séð eða fundið fleiri bolta sem halda henni fastri og leita ég þessvegna ráða hér í von um einhver hjálpleg svör
Kv Jón