Kvartmílan > Keppnishald / Úrslit og Reglur

Sama gamla lumman!!

(1/3) > >>

Ingó:
Sama gamla lumman !!  Það er ljóst að reglurnar eru úreldar þar sem þær hafa ekki verið uppfærðar í samræmi við þróun keppnistækja. Þetta stendur fast þar sem lög KK eru svo gölluð að keppendur ráð hverju má breyta og það að eins á aðalfundi sem er einu sinni á ári og rétt fyrir komandi keppnistíma bil. Það er hægt að breyta þessu ef menn vilja t.d. mætti skipa reglunefnd sem gæti unnið innan fyrirfram ákveðnum ramma sem mætti semja á fjölmennum reglu fundi. ‘i framhaldi mætti boða til auka aðalfundar til að breyta lögum KK. Það er mín skoðun að þetta hamli framþróun KK að geta ekki uppfært reglur eftir þróun keppnistækja og að get ekki stoppað í göt þegar götin koma í ljós. Ef meðlimir KK vilja auka veg KK þá verða keppendur að setja sína eigin hagsmuni til hliðar og leggja traust á stjórnendur þ.a.s. reglunefnd og stjórn KK og treysta því að þeir hljóta að hafa það markmið að efla KK og það hlýtur að fara saman með reglum sem hafa það markmið að fjölga keppendum .

Að lokum Það gengur ekki í þessu litla en ört stækkandi Íþróttafélagi að menn séu með þetta reglu þras á persónulegum nótum, eina sem það hefur í för með sé er að skapa sýta móral og leiðindi millimanna. ](*,)

Kv Ingó.
 :)

Kristján Skjóldal:
rétt er það =D>

Harry þór:
Sæll Ingo.
 Ég er sammála að það þarf að koma þessu  eilífa regluþrasi á annað stig. En er þetta ekki búið að vera virka 90% þessar reglur okkar, menn eru búnir að vera smíða bíla og á laga sig að flokkum. Ég held að það sé reynandi að setja nefnd í málið og kanna hvað sé hægt að gera. Þetta verður erfitt ekki síst vegna þeirra sem eru með bíla í flokkum og hafa smíðað þá sem slíka og þá þarf að breyta vegna þess að einhver kemur og hnoðast í flokkinn. Eins og ég hef sagt reyndi ég að fá menn til að koma í flokkaskoðunarnefnd í vor sem leið, en það var eins ég væri að biðja menn um að ganga í dauðann. Það þarf að koma því þannig fyrir að það sé keppnisstjórn sem kæri menn á milli flokka en ekki aðrir keppur með formlegri kæru á félaga í sama flokki. En til þess að það sé hægt þá þarf að gera þetta umhverfi aðlaðandi fyrir menn að vinna í, eins og staðan er núna hefur fólk ekki geð í sér að vinna við þetta. Það gékk vel að manna brautina í sumar en að fá menn í svona flokka og öryggisþras var ekki smuga og það segir mér hver reynsla manna er.Að eiga von á skrifum um sig sem eru hrein níð er bara ekki mönnum bjóðandi.
En hvað með það eitthvað verður að gera og móralinn verður að laga, þessi félagslegi vanþroski sem alltaf hefur loðað við KK meðlimi er eitthvað sem þarfnast líka skoðunar.

Menn geta bara ekki hnoðast í flokk með bíl í krafti reynslu - kunnáttu - frekju - og að þetta sé flottur bíll og kannast ekki við yjað væri að því bíllinn væri ekki GF.

mbk Harry Þór.

1965 Chevy II:
Sælir,

Mér líst bara vel á að prufa þetta Ingó.

SPRSNK:
Sem betur fer er ég svo blautur á bak við eyrun í þessum félagsskap að ég hef ekki kynnst þessarri hlið sjálfur þ.e. óvildinni manna á milli og regluþrasinu í ofanálag.
Ég hef mjög gaman að koma upp á braut og keyra en hef ekki verið að velta reglunum mikið fyrir mér þ.e. hvar í flokki minn bíll er - fylgi því sem mér er sagt að gera þegar upp á braut er komið. En miðað við umræðuna hér sl. vikur sýnist mér ekki vanþörf á hreinsa vel út andrúmsloftið í klúbbnum með forþjöppu og 5" pústi.

Hvaða vit er t.d. að klúbburinn hafi regluverk sem ekki er farið er eftir? Mér finnst ekki hægt að afsaka það með því að það fáist enginn til þess að framfylgja reglunum og þá er ég ekki bara að tala um sjálfboðaliða KK heldur líka keppendur.   O:)

Einfaldara regluverk er auðveldara í framkvæmd. 
"Keep it simple, stupid" finnst mér eiga vel við og til þess fallið að þannig geti félagsmenn haft enn meira gaman af sportinu en áður - og það saman.

Nóg í bili...

Navigation

[0] Message Index

[#] Next page

Go to full version