Sæl Öllsömul.
Kunningi minn er að leita að Opel Diplomat, 4 dyra, árgerð 1972.
Rauður að lit með svartan vínyltopp.
Með brúnleitri leðurinnréttingu, sjálfskiptur, með skiptinguna í gólfi.
Eitthvað var búið að skera ryð burt úr ytra byrði, en ekki búið að sjóða í.
Seinast vitum við um þennan bíl árið 2004, líklega í Hafnarfirði.
Eftir það er talið að bíllinn hafi verðið seldur suður með sjó. Kaupandi búsettur í óvissri byggð á Reykjanesi.
Seinna var bíllinn líklega fluttur aftur til Reykjavíkur.
Bíllinn var ökuhæfur þegar seinast var vitað.
Mögulega geymdur í gámi, og bíður uppgerðar, eftir óstaðfestri sögn.
Allar upplýsingar varðandi bílinn eru vel þegnar.
Þeir sem einhverjar upplýsingar geta gefið, hafið samband við
Bergþór, Begga, í síma 581-2091
Sjá myndir af slíkum bíl hér, en í öðrum lit:
http://www.diplomat-b.de/anzeige1.jpgKveðja,
Heimir H. Karlsson.