Kvartmílan > Mótorhjól
Hreinsun á bensíntank
Ravenwing:
prufaðu að senda skilaboð á Hálfdán aka 429Cobra hérna á spjallinu.
Hann var/er að flytja inn sérstaka sápu sem ætti að vera alveg ekta í svona þrif, veldur engum skemmdum á lakki né öðru, tekur bara ryðið.
Kveðja
Halldór K
Dingus:
ætli virki ekki að nota bara 30% saltsýru í kvikindið þegar ég hef notað hana til að þrífa sement af steypubílum hefur hún drepid allt ryð í leidinni en veit samt ekki hversu gott það er fyrir málminn :lol:
ADLER:
--- Quote from: Dingus on October 26, 2009, 20:59:23 --- ætli virki ekki að nota bara 30% saltsýru í kvikindið þegar ég hef notað hana til að þrífa sement af steypubílum hefur hún drepid allt ryð í leidinni en veit samt ekki hversu gott það er fyrir málminn :lol:
--- End quote ---
Saltsýra er ekki sniðug inní tanka því það þarf að skola tankana með vatni og þá kemur ryðhúð strax á málminn. [-X
Gunnar Már:
Ég er búinn að tala við hann Hálfdán og málið er í vinnslu, núna er tankurinn í réttingu og þegar hann kemur aftur til mín þá verður farið +i að hreinsa hann með sápunni frá Hálfdáni.
Takk kærlega fyrir upplýsingarnar.
Kveðja Gunnar Már
Gunnar Már:
Þetta er nánast því búið!!!!!!
Þessi ryðsápa frá honum Hálfdáni er töfraefni, ég hellti 5 lítrum í tankinn og velti honum með sólarhrings milli bili á allar hliðar og tankurinn er nánast eins og nýr að innan.
Núna er sápan orðin frekar dökk og þá hefur virknin minnkað þannig að ég bætti út í c.a. tveimur kílóum af skrúfum og boltum, hristi vel og sápan er búin að mýkja ryðið svo vel að afgangurinn nánast lekur af eftir hristing.
Þetta er efni sem má treysta á.
Kveðja Gunnar Már
Navigation
[0] Message Index
[*] Previous page
Go to full version