Sælir.
Er með smá vesen á 350Tbi Chevy vél sem á. Eyðslan er upp úr öllu valdi á henni og er hálfleiðinleg þegar bílinn er í keyrslu. Hún malar eins og köttur í lausagangi en fær hálfgerða hósta þegar maður er í akstri, malar fínt og vinnur svo slær maður kannski af og gefur ákveðið inn og þá kafnar hún aðeins og rífur sig svo upp.
Ég skipti um súrefnis-skynjarann því að hann varð fyrir smá hnjaski þegar velin var tekin upp úr bílnum. En sá nýi virtist ekki eyða þessu vandamáli.
Eru einhverjir fl skynjarar sem geta valdið þessari ofur bensín eyðslu og köfnunaráráttu?