Kvartmílan > Aðstoð

Vesen með 350TBI

(1/1)

Weiki:
Sælir.

Er með smá vesen á 350Tbi Chevy vél sem á. Eyðslan er upp úr öllu valdi á henni og er hálfleiðinleg þegar bílinn er í keyrslu. Hún malar eins og köttur í lausagangi en fær hálfgerða hósta þegar maður er í akstri, malar fínt og vinnur svo slær maður kannski af og gefur ákveðið inn og þá kafnar hún aðeins og rífur sig svo upp.
Ég skipti um súrefnis-skynjarann því að hann varð fyrir smá hnjaski þegar velin var tekin upp úr bílnum. En sá nýi virtist ekki eyða þessu vandamáli.
Eru einhverjir fl skynjarar sem geta valdið þessari ofur bensín eyðslu og köfnunaráráttu?

KiddiJeep:
Svona þar sem enginn vill svara þér og ég veit ekki hversu mikið þú ert búinn að athuga þá langar mig að skjóta því inn að mér finnst þetta minna á eitthvað tengt kveikjunni... s.s. spurning með að tékka hvort hún sé ábyggilega alveg rétt stillt og þá sömuleiðis hvort knastásinn sé réttur á tíma
Ertu búinn að reyna að lesa bilanakóða? Getur fundið upplýsingar um það á Google og svo notarðu bara bréfaklemmu og check engine ljósið... þeas ef þú hefur tengt það!

User Not Found:
Það eru tveir nemar á throttle bodyinu annar er tps eða throttle position sensor og hinn er iac= idle air controler assembly þetta gæti verið annar þeirra líklegra þó tps sensorinn, en þeir virka saman þannig að það getur verið nóg að annar sé bilaður til að hafa áhrif á hinn. þetta vandamál hjá þér hljómar dálítið eins og vélin sé að fá meira bensín en loft sem útskýrir eyðsluna (orsök iac sensorinn) og að talvan standi á sér við breytta inngjöf (orsök tps sensorinn). Hér er ágætis síða sem útskýrir hvernig þetta allt virkar: http://www.goingfaster.com/spo/tbi.html

Navigation

[0] Message Index

Go to full version