Langaði að sýna ykkur hvernig FlowBench virkar og er í action
Fékk verkefni að opna upp LS6 Hedd með ventlasætum sem var búið að skera áður og þónokkuð sokknir sem er verra fyri loftlæði
Fyrri eignadi reyndi að plana heddin með beltissandara og það er ekki allveg að gera sig lol
http://www.youtube.com/watch?v=gH9s3JoUBWwHeddin flæða um 245cfm Stock en efitr portun um 305-310CFM peak fullkláruð á intaksventli.Hávaðinn sem heyrist er soghljóð og ókyrrð frá loftinu sem og mótorarnir fyrir bekkinn sem mynda undirþrýstingin
Þegar ventlinum er lift yfir hámarksflæði heddana koma up 2 "vandamál"
1.Loftið nær ekki að taka beygjuna að ventlinum frá Portinu og verður Turbulent eða ókyrrt og skemmir fyrir loftflæðinu eins og sést þegar loftflæðið "CFM" fellur eins og sést á myndbandinu og ég sýni með fallinu á glussamælinum
Ýmindið ykkur að þið séuð í flugvél og það kemur ókyrrð í loftið til að fá samlíkingu
2.Loftflæðið fellur ekki heldur dalar lítiðlega eða hækkar smávægilega,það er vegna þess að portið er nægilega stórt fyrir stærð ventilsins en ventilinn og Venturi heddsins(minnsta svæði heddins fyrir ofan ventilinn í sætinu) takmarkar flæðið.
Þetta er létt útskýring á hvað er að gerast,sé ekki frekari ástæðu til að útskýra nánar það hefur ekkert uppá sig nema ruglning sennilega
Þegar ég sting inn stálrörinu er ég að mæla lofthraða(Velocity) en það er MJÖG mikilvægur þáttur í að fá heddin til að skila afli þegar þau eru sett á mótorinn því hedd sem fæða vel á Flæðibekk eru ekki endilega eins góð þegar búið er að setja þau á vélina undir "Engine conditions" sem er mjög breytilegt milli véla og samsetningum þeirra
Þessi hedd eru skorin með sérstökum gráðum og allskonar fíniseringum svo að venjulegur ventlaskurður frá Vélaverkstæði á Íslandi er ekki að gera þetta og það þarf að PORTA heddin rétt til að komast í þessar tölur,ef það á að ná hærra flæði úr þessum heddum þyrfti einfaldlega að troða í þau stærri ventlum og opna meira