Fyrst að Volvo 240 er orðinn svona vinsæll á vefnum þá ákvað ég að smella inn mínum til að sýna öðrum :
Var svona :
Er núna svona :
Hann kemst ennþá neðar en hann er á myndum, eða um 7cm neðar að framan og 5cm neðar að framan.
Með þessu :
Í hann var sett núna nýlega nýjar spyrnur (klafar), allar fóðringar nýjar að sjálfsögðu, nýjar spindilkúlur báðu megin, nýjar bremsuslöngur, ný sverari ballansstöng að framan (25mm) og polyurethane fóðringar í hana, nýju strutarnir sem fylgdu coilover kerfinu. Gormarnir að framan eru Eibach 300 in/lbs og að aftan eru þeir 250 in/lbs, ásamt þeim voru settir nýjir demparar (Bilstein Heavy Duty). Einnig setti ég í dag GT style stífur í húddið frá strutturn og aftur í eldvegginn.
Það sem eftir er að gera við hann er að taka afturhásinguna í gegn, en í hana fer Dana 30 læsing sem ég á til í hillu hjá mér, einnig stillanlegar efri spyrnur, nýjar neðri spyrnur, stillanleg skástífa og sverari ballansstöng að aftan líka (allt til í hillu hjá mér )
Þetta verður vonandi race einhvern daginn.
Afl af skornum skammti samt í þessu gleðivagni, er að huga að því núna hvar ég kræki mer í það.
Allir aukahlutir í svona bíla væru kærkomnir ef einhver vill losa sig við slíkt
KV. Raggi