Kvartmílan > Aðstoð
Sárvantar aðstoð með bílarafmagn.
(1/1)
Jón Þór Bjarnason:
Var að versla mér 3800 series II
Þessi vél á að fara ofan í Pontiac Fiero 1984
Er í miklum vandræðum með rafmagnstengin þar sem þau eru ekki eins og þar fyrir utan kann ég ekkert á rafmagn.
Ef það er einhver hér á spjallinu eða einhver sem þið vitið um sem getur bjargað málum fyrir mig og hjálpað mér með rafmagnið gegn greiðslu auðvitað þá væri ég meira en þakklátur.
Það verður smá mix á mótorfestingum og öðru smávægilegu.
Áhugasamir sem geta og vilja gefa mér holl ráð við að breyta Fríðu í Dýrið er velkomið að hafa samband við mig.
Öll skítköst eru vinsamlegast afþökkuð.
Nonni
S: 899-3819
Firehawk:
Schnilld!
Þetta er hlutur sem ég hef verið að spá í að gera í mörg ár. Fá mér Fiero og setja í hann 3800 mótorinn.
Þannig að þú ert ekki einn um að vera svona ruglaður 8-)
Hér eru linkur sem getur kannksi hjálpað þér:
http://www.gmtuners.com/files/index.htm
Svo er líka fínt forum á www.fiero.nl.
Þarf að fá að kíkja á þetta hjá þér ef ég asnast einhvern tíman suður yfir heiðar.
Kveðja,
Jóhann Sig.
Jón Þór Bjarnason:
Kærar þakkir fyrir þetta.
Þú ert velkominn í skúrinn hvenar sem er.
Annars þá var ég meira að forvitnast hvort það sé ekki einhver sem gæti hjálpað mér að tengja rafkerfið upp á nýtt.
Það er bara lítill hluti af rafkerfinu sem þarf að endurskoða. Alls ekki stórmál fyrir þann sem veit hvað hann er að gera.
Kristján F:
Talaðu við Mótorstillingu í Garðabænum.Þar eru menn sem leysa þetta fyrir þig.
Firehawk:
Sammála því.
Ef þú nennir ekki að brasa í þessu sjálfur þá er Mótorstilling málið!
-j
Navigation
[0] Message Index
Go to full version