Kvartmílan > Keppnishald / Úrslit og Reglur

1/8 keppni sunnudaginn 30 ágúst

(1/8) > >>

Jón Bjarni:
Sælir Félagar Góðir

Nú er komið að sjöttu keppni sumarsins.
Þetta er 1/8 míla, hún fer fram Sunnudaginn 30. ágúst

ATH þetta eru þeir flokkar sem verða keyrðir í þessari keppni

Bílar
Það verður keyrt akureyrarflokkan svokallaða:
Eindrifsflokkar
4 cyl
6 cyl
8 cyl

4X4
Í þessum flokkum verður dekkjabúnaður að vera dot merktur, nema hjá FWD bílum þeir meiga vera á hverju sem er.

GF
OF

Einnig verður boðið upp á að keyra bracket flokk ef næg skráning næst

Hjól
799 cc og minna óbreytt
799 cc og minna breytt
800 cc og stærra óbreytt
800 cc og stærra breytt

Dagskrá:

9:30 – 11:00   Mæting Keppanda
10:00 – 10:45   Æfingarferðir
11:00      Pittur lokar
11:05      Fundur með keppendum
11:20      Tímatökur hefjast
13:20      Tímatökum lýkur
13:20 – 13:45   Hádegishlé
13:45      Keppendur Mættir við sýn tæki
14:00      Keppni Hefst
16:25      Keppni lýkur
16:55      Kærufrestur liðinn
17:00      Verðlaunaafhentng

Til að taka þátt þarftu að hafa:

Gilt ökuskírteni
Skoðaðan bíl
Hjálm
Vera meðlimur Akstursíþróttarklúbb innan ÍSÍ
Við mælum svo endilega með því að menn hafi samband við sín tryggingarfélög og fá að vita hvort þeir þurfa viðauka eða ekki
Þetta er á ábyrgð eiganda og keppanda

Ef þú hefur áhuga á að taka þátt vinsamlegast sendu þá eftirfarandi upplýsingar á netfangið:

Flappinn@simnet.is

Nafn
Kennitala
Keppnistæki
Bílnúmer
Flokkur
GSM

Ég tek einnig á móti skráningum í einkapósti á kvartmíluspjallinu.
Nánari upplýsingar í síma 8473217, Jón Bjarni

SKRÁNINGU LÝKUR Fimmtudagskvöldið 27. Ágúst Á SLAGINU 00:00

þegar skráningu er lokið verður EKKI hægt að skipta um flokk nema að flokkurinn innihaldi aðeins einn keppanda.

Þeir sem eru ekki vissir í hvaða flokk þeir ætla að skrá sig í:

Það er leyfilegt að skrá sig án þess að tilgreina flokk.
Þá getur fólk mætt á æfinguna og ákveðið hvaða flokk það á heima í.
Það fær samt einginn að keyra á þessair æfingu nema að vera búinn að skrá sig og borga keppnisgjöld

Dagskrá keppninar verður birt síðar
Mæting er á milli 9:30 og 11.
Á slaginu 11 verður hliðinu lokað og þeir sem mæta eftir það verða ekki með.

ATH til keppanda.
Þeir sem mæta á keppnisæfinguna þurfa ekki að fylla út skráningarblaðið aftur.
ALLIR KEPPENDUR EIGA AÐ KOMA VIÐ Í FÉLAGSHEIMILINU OG FÁ DAGSKRÁ Á LAUGARDEGINUM ÁÐUR EN ÞEIR FARA NIÐUR Í PITT!!!!!!!!!!!

Til að flýta fyrir skráningu þá er gott ef menn geta komið með þetta skjal útfyllt.
http://www.kvartmila.is/smf/index.php?action=dlattach;topic=42742.0;attach=44370

Æfing sem er aðeins ætluð keppendum verður haldin Föstudaginn 28. Ágúst
Æfingin byrjar upp úr 19:00
 
Keppnisgjöld verða að vera greidd fyrir Kl: 00:00 Fimmtudaginn 27. Ágúst
ATH.  Þetta er loka frestur á keppnisgjöldum nema eitthvað komi uppá hjá mönnum og þeir geta ómögulega greitt keppnisgjald á réttum tíma. 

Enginn fer niðrí pitt fyrr en keppnisgjöld hafa verið greidd

Einnig ætla ég að biðja sem flesta að reyna að millifæra keppnisgjöldin

Reikningsnúmerið er:
#1101-26-111199
Kennitala:
# 660990-1199

Keppnisgjaldið er 5000kr

KOMA MEÐ KVITTUN ÚR HEIMABANKA


Keppendur undir 18 ára aldri þurfa skriflegt leyfi frá foreldrum eða forráðamönnum

Ef það eru einhverjar spurningar þá er ykkur velkomið að hringja í síma 847-3217, Jón Bjarni

Jón Bjarni:
það eru 12 skráðir.

langar engum semsagt að prufa 1/8?

ingvarp:
voðalega er það slappt  :???:

gardar:
persónulega er ég meira fyrir 1/4.

bæzi:

--- Quote from: gardar on August 27, 2009, 20:15:29 ---persónulega er ég meira fyrir 1/4.


--- End quote ---


Það er ég nú líka, en hitt er líka mikið challenge... snýst meira um start/track og svo reaction....

bara gaman að taka endrum og einusinni 1/8 keppnir á pro tree.... \:D/

Ég er allavegana skráður í 8cyl

kv bæzi

Navigation

[0] Message Index

[#] Next page

Go to full version