Þú getur athugað hvað þeir segja í Málmsteypunni Hellu í Hafnarfirði, ég held þeir selji þessa klossa
Ég veit um einn 36" Grand sem var bara hækkaður um 5 cm en svo var afturhásingin reyndar færð um 6 cm minnir mig, ég veit nú samt ekki til þess að menn hafi verið að færa þær fyrir 35 tommuna.
En já annars er þetta bara að fá kanta og skera eftir þeim, smella klossunum undir og sjá hvað þarf að gera til þess að það sé nóg pláss til að beygja. Það er síðan ekkert stórmál að mixa einhverjar lengingar á demparana... mesta í rauninni málið er bara skurðurinn, það er mjög mikilvægt að hann sé vel gerður og vel gengið frá eftir hann, restin er minna vesen!