Author Topic: Breytingar á lögum væntanlegar  (Read 2496 times)

Offline Valli Djöfull

  • Doing 20ft wheelies
  • ******
  • Posts: 2.714
    • View Profile
Breytingar á lögum væntanlegar
« on: July 20, 2009, 11:32:26 »
Reglur um akstursíþróttir og aksturskeppni eru gerðar fyllri en nú er samkvæmt gildandi lögum.

http://www.mbl.is/mm/frettir/innlent/2009/07/20/bilprofsaldur_haekkadur_i_18_ar/?ref=fphelst

Er þetta ekki það sem við höfum verið að bíða eftir?  Að keppnisbrautir verði skilgreindar sem slíkar en ekki þjóðvegir. 

Ef það er það sem við er átt ættum við að geta kveikt í tryggingarviðaukum og alls konar bulli  8-)

p.s. ég sendi Stjána Möll mail, kannski svarar karlinn ;)
« Last Edit: July 20, 2009, 12:31:04 by Valli Djöfull »
Valbjörn Júlíus Þorláksson - GSM: 820-8488

Offline Hera

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 590
    • View Profile
    • http://www.123.is/honda
Re: Breytingar á lögum væntanlegar
« Reply #1 on: July 20, 2009, 13:29:43 »
Ekki sé ég að þeir séu að skilgreina betur hvað telst til akstursíþróttasvæðis.
Ekki er skerpt á hvernig standa á að leyfisveitingum til keppni.
Ekki er þarna stakt orð um tryggingarviðaukan.
Ekki er talað um fornbíla vs keppnir
Og svo er það rauða letrið eru þeir að fara í breytingar á reglugerðinni um undanþágur vegna aldurs eða ekki??

og þessi setning í fréttinnni stingur mig þar sem það eru engar upplýsingar að finna um hvaðpa tillögur þeir eru að tala um:
Ákvæði XIII. kafla gildandi laga um fébætur og vátryggingu eru afnumin með það í huga að sett verði sérlög um ökutækjatryggingar. Frumvarp þess efnis mun verða lagt fram samhliða frumvarpi þessu af hálfu viðskiptaráðuneytisins.

Það vakna fleiri spurningar en svör hjá mér við þennab lestur....



þetta er það sem lagt er til í frumvarpinu um akstursíþróttir:

VI. KAFLI
Sérreglur um akstursíþróttir og aksturskeppni.

37. gr.
Leyfisveitingar og almennar reglur um aksturskeppni.
Leita skal leyfis lögreglustjóra til að halda aksturskeppni á lokuðum skil¬greindum svæðum. Ef um aksturskeppni á þjóðvegi er að ræða skal leita samþykkis Vegagerðarinnar. Ef um aksturskeppni utan vega skal leita samþykkis viðkomandi sveitar¬stjórnar.
Við allan undirbúning og framkvæmd aksturskeppni ber að taka tillit til þess að keppnin og annar akstur keppenda valdi eigi öðrum verulegum óþægindum eða hættu eða skemmdum á vegi eða náttúruspjöllum.
Keppnishaldari er ábyrgur fyrir skemmdum á vegum og öðrum mannvirkjum, svo og á náttúru, sem hljótast af aksturskeppni eða öðrum akstri keppenda eða starfs¬manna við keppni.
Lögreglustjóra er heimilt að víkja frá ákvæðum umferðarlaga um hámarkshraða, að því er varðar ökutæki er taka þátt í aksturskeppni á vegi, enda verði þá umferð annarra ökutækja þar bönnuð og aðrar viðeigandi öryggisráðstafanir gerðar.
Ráðherra setur í reglugerð nánari ákvæði um akstursíþróttir og aksturskeppni, þar á meðal um framkvæmd lög¬gæslu¬¬eftirlits, framkvæmd aksturskeppni, um gerð verk-lagsreglna á grund¬velli alþjóð¬legra reglna um akstursíþróttir, sem hafðar skulu til hliðsjónar við veitingu leyfa og um lágmarks¬aldur miðað við ökutæki.

38. gr.
Akstur barna á æfingasvæði og í skemmtigörðum.
Lögreglustjóra er heimilt að leyfa starfsemi þar sem akstur barna fer fram á þar til gerðum æfingasvæðum.
Börn frá 5 ára aldri mega aka rafbílum sem sérstaklega eru hannaðir fyrir börn. Með sama hætti mega börn sem náð hafa 10 ára aldri eða eru a.m.k. 140 sentimetrar á hæð aka öðrum gerðum vélknúinna leiktækja á sérstökum svæðum í skemmtigörðum.

39. gr.
Undanþága til æfinga og keppni vegna aldurs.
Með leyfi lögreglustjóra er heimilt að víkja frá ákvæðum laga þessara um öku-skírteini og um lágmarksaldur ökumanna við æfingar og keppnir á lokuðum svæðum utan vega. Undanþága þessi gildir þó ekki um þann sem sviptur hefur verið ökurétti.
Undanþága að því er varðar þann sem ekki hefur náð 18 ára aldri er háð skrif¬legu samþykki foreldris eða annars forsjármanns.
Nánari ákvæði um lágmarksaldur samkvæmt þessari grein miðað við ökutæki koma fram í reglum sem ráðherra setur í reglugerð.
« Last Edit: July 20, 2009, 13:35:48 by Hera »
Edda Guðna
Never argue with an idiot.
They drag you down to their level then beat you with experience.

Offline Valli Djöfull

  • Doing 20ft wheelies
  • ******
  • Posts: 2.714
    • View Profile
Re: Breytingar á lögum væntanlegar
« Reply #2 on: July 20, 2009, 14:02:45 »
Það má vel vera að þessi eina einfalda lína innihaldi mikið af þessu, ég bíð spenntur eftir svari frá honum allavega til að vita hvað er átt við með þessarri línu :)
Valbjörn Júlíus Þorláksson - GSM: 820-8488

Offline Dodge

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 2.204
    • View Profile
Re: Breytingar á lögum væntanlegar
« Reply #3 on: July 22, 2009, 17:28:07 »
Fann þessa línu eftir mykið ströggl í þessu ruglaða skjali..

""Almenn umferð er skilgreind sem akstur á vegum og á snjó og hjarni utan skilgreindra vega. Sérstaklega er síðan tekið á akstri á sérstökum svæðum utan umferðar og á einkalöndum. Þar er ekki gerð krafa um að ökutæki séu skráð og vísað til nánari reglna í reglugerð, t.d. hvað varðar akstursíþróttir, æfinga og kennslusvæði o.s.frv. Með þessu er leitast við að samræma íslenska löggjöf því fyrir¬komulagi sem fyrirfinnst í nágrannalöndum, þar sem umferðar¬lögin eiga einungis við í almennri umferð.""
Besti tími í kvartmílu. 10,697  60ft. 1,543  hraði. 114,5mph
Besti tími í 1/8. 6,526  60ft. 1,865  hraði. 117,5
Besti tími í sandi 4,762

Kveðja, Stefán Steinþórsson
sími: 866-9282   e-mail: dodge@ba.is