Kvartmílan > Keppnishald / Úrslit og Reglur

börnát

<< < (3/4) > >>

Daníel Már:

--- Quote from: Valli Djöfull on July 08, 2009, 01:16:55 ---
--- Quote from: Geir-H on July 07, 2009, 18:53:44 ---
--- Quote from: Guðmundur Þór Jóhannsson on July 07, 2009, 13:20:39 ---Mjög góðir punktar, takk fyrir þetta Valur

Á síðustu keppni þá héldum við fund með keppendum fyrir keppni og fórum yfir nokkur atriði.
Þar á meðal var leyft að spóla framyfir línu.

Aðrir hlutir sem að við fórum yfir var að bílar á radial dekkjum myndu ekki gera burnout kjurrir heldur frekar gera rolling burnout.
Við erum búnir að sjá nokkur för í brautinni sem eru eftir að bílar og hjól kveikja í radial dekkjum.
Eftir því sem að mar kemst næst þá er líka lítið að græða á því að hita radial dekk svona mikið.

kv
Guðmundur Þór

--- End quote ---

Það þarf þá að hugsa út í það að það sé hægt, ekki hafa vatnið nálægt línu t.d eins og var um daginn og AÐ RADIAL BÍLAR GETI KEYRT FRAM HJÁ VATNI!!



--- End quote ---
Það kemur mjög oft fyrir að einhver snillingurinn grípur slönguna til að "hjálpa til" og baunar yfir allt..  Ekki þeir sem eru í burnouti heldur aðstoðarmenn ökumanna.  Hef séð það gerast þónokkuð oft..

--- End quote ---

Akkruat Valli, ég hef séð þetta líka og það gerir mann virkilega pirraðan!, ég var á æfingunni t.d í síðustu viku og það var ekkert gat fyrir radial bíla til að keyra framhjá heldur var ekki burnout pollur, heldur burnout flóð! ég hef aldrei séð svona mikið af vatni fyrir eitt burnout... finnst að menn eigi að vakna og reyna að kveikja á perunni að það eru ekkert allir sem vilja keyra yfir þetta!

Kristján Skjóldal:
er ekki málið að gera bara smá skálar fyrir vatn og hafa svo smá leið framhjá fyrir þá sem ekki vilja vatn  :idea: :?:

Guðmundur Þór Jóhannsson:

--- Quote from: Kristján Skjóldal on July 08, 2009, 20:20:31 ---er ekki málið að gera bara smá skálar fyrir vatn og hafa svo smá leið framhjá fyrir þá sem ekki vilja vatn  :idea: :?:

--- End quote ---

Jú það er alveg hárrétt.
Við erum einmitt búnir að vera að ræða það, einnig hefur líka komið til tals að setja niður stálplötur eða vélslípaða steypu til að gera börnát á.
Hver er ykkar skoðun á því ?

kv
Guðmundur Þór

1965 Chevy II:

Ég held að það væri best að hafa steypu og svona "polla" fyrir framan,keyra í gegnum pollinn og bleyta allann banann og taka svo burnout á sléttri
steypunni.

429Cobra:
Sælir félagar. :)

Bara svona til að koma þessu á hreint.

Það var umræða um þetta stálplötudæmi hér í fyrra eða 2007, þá kannaði ég þetta og það er alveg klárt að það mega EKKI vera stálplötur á/í yfirborði brauta aðeins steinsteypa eða malbik.

Stendur í reglum FIA.

Hér er tengill:http://argent.fia.com/web/fia-public.nsf/CBF1550829484D46C12572FB005560E0/$FILE/Drag_Strip_Approval_a.pdf

Þetta er númer 7.5.

Kv.
Hálfdán.

Navigation

[0] Message Index

[#] Next page

[*] Previous page

Go to full version