Kvartmílan > Keppnishald / Úrslit og Reglur

börnát

(1/4) > >>

eva racing:
Hæ.

    Burnout er a. til að hita dekkin og eða bara þurka þau.
                   b. til að leggja niður gúmmí á brautina. (ef þú ert á slikkum)
                   c. það lúkkar svo racý....

   En.  EKKI taka burnið í miðjum pollinum....  þú vatnsbaðar hjólskálina og undirvagninn hjá þér svo virkar þú einsog vatnsdreifari fram að starti og jafnvel af stað útá braut... 

     það á að vera nóg að bleyta dekkin og halda á fram uppúr vatninu og hita svo dekkin.

  Ég mæli með að allir slikkabílar megi taka burn yfir startlínu.  til að leggja sem hraðast gúmmí á startið svo trakkið verði sem best...
       Gúmmílagningin gengur að sjálfsögðu hægar þegar allir "stóru"  kallarnir eru heima og bíða eftir að þetta verði gott...
  það er nefnilega þannig að Track Bite efnin eru til að líma gúmmí í brautina en eru ekki "harpix" patent til að trakkið verði best.

Með von um góðar undirtektir og enn betri mætingu..

Valur Vífilss ráðleggjari

Guðmundur Þór Jóhannsson:
Mjög góðir punktar, takk fyrir þetta Valur

Á síðustu keppni þá héldum við fund með keppendum fyrir keppni og fórum yfir nokkur atriði.
Þar á meðal var leyft að spóla framyfir línu.

Aðrir hlutir sem að við fórum yfir var að bílar á radial dekkjum myndu ekki gera burnout kjurrir heldur frekar gera rolling burnout.
Við erum búnir að sjá nokkur för í brautinni sem eru eftir að bílar og hjól kveikja í radial dekkjum.
Eftir því sem að mar kemst næst þá er líka lítið að græða á því að hita radial dekk svona mikið.

kv
Guðmundur Þór

Einar K. Möller:
Afsakið afskiptasemina en það stendur í REGLUNUM að slikkabílar megi taka burnout yfir línu, afhverju þarf allt í einu að leyfa það sérstaklega ?

Annars sammála með radialbarðana, þetta borðar upp bikið.

Gilson:

--- Quote from: Einar K. Möller on July 07, 2009, 14:09:19 ---Afsakið afskiptasemina en það stendur í REGLUNUM að slikkabílar megi taka burnout yfir línu, afhverju þarf allt í einu að leyfa það sérstaklega ?

Annars sammála með radialbarðana, þetta borðar upp bikið.

--- End quote ---

það stendur í reglunum að OF bílar megi einir taka burnout framyfir línu.

Einar K. Möller:

--- Quote from: Gilson on July 07, 2009, 15:32:29 ---það stendur í reglunum að OF bílar megi einir taka burnout framyfir línu.

--- End quote ---

Þá hafa reglurnar ekki verið uppfærðar.

Navigation

[0] Message Index

[#] Next page

Go to full version