Kvartmílan > Aðstoð
Pústskynjari
sporti:
Sælir bræður, Hvaða kendir sýnir mótor með bilaðann (ónýtann) pústskynjara? vinsamlega ausið nú viskubrunninn þurrann þar sem ég stend svona nokkurnveginn á holu :-k
Belair:
Gm sbc , ls1 , Ford , mopar
Ozeki:
Hann myndi ganga ágætlega meðan hann er kaldur, en ílla eftir það.
O2 skynjari hefur m.a. áhrif á hvernig blöndu vélin fær svo hann myndi ganga eins og trunta þess vegna, en meðan hann er kaldur er ekki tekið mark á O2 skynjurum í pústi.
Síðan væri væntanlega kveikt á Emission control ljósinu í mælaborðinu.
Eina leiðin til að vita nákvæmlega hvað er í gangi er að lesa villuboð af tölvu og mæla hvað hver skynjari er að senda frá sér.
sporti:
Takk fyrir auðskiljanlegt svar :D er ekki hægt að mæla skynjarann sjálfann? og er hægt eða þörf á að þrífa hann?
Ozeki:
Jú, það er hægt að mæla þetta bara með volt-mæli.
Það eru tvær gerðir af þessum nemum, Narrow-band og Wide-band.
NB ætti að flökta með spennu af og á hann gefur í raun bara merki þegar blandan er of veik/sterk og ef allt er í góðu ætti þetta að flökta upp/niður fyrir réttu stillinguna.
WB skilar mismunandi spennu eftir hvernig blandan er.
Þú verður að gúgla hvað er í þínum bíl og hvaða víra ætti að skoða spennu á.
Navigation
[0] Message Index
[#] Next page
Go to full version