Author Topic: Í okkar hendur  (Read 1817 times)

Offline Belair

  • Doing 20ft wheelies
  • ******
  • Posts: 3.325
    • View Profile
    • Alli´s Icelandic Firebird Page
Í okkar hendur
« on: July 01, 2009, 10:18:00 »
1.194 undirskriftir hafa nu þegar skirfað undir
Quote from: mbl.is
Haft hefur verið eftir Steingrími J. Sigfússyni fjármálaráðherra að Icesave-samningarnir séu of flóknir fyrir þjóðaratkvæði.

Í samtali við Morgunblaðið segir hann hið rétta að hann telji vandkvæðum bundið að leggja fyrir skýra valkosti til að kjósa um, ekki að hann telji kjósendur ófæra um að mynda sér skoðun. „Ég hafna því algerlega að ég hafi talað niður til kjósenda með þessu,“ segir hann.

Engu að síður virðist nokkur viðsnúningur hafa orðið hjá ráðherra, frá því að hann vildi þjóðaratkvæði um stóriðju á Austurlandi.

 Aðspurður segir Steingrímur að það mál hefði verið auðvelt að leggja í dóm þjóðarinnar. „Annað hvort vildirðu byggja álverið eða ekki. Icesave-vandinn verður hins vegar ekki úr sögunni ef við höfnum samningnum. Hvað tekur þá við? Þetta er mál af því tagi sem er mjög flókið að leggja fyrir. Ég verð að játa mig dálítið sigraðan í því hvernig ætti að leggja kostina fyrir kjósendur,“ segir hann.

Herra forseti, Ólafur Ragnar Grímsson.

Undirrituð skora á yður - ef til þess kemur - að synja staðfestingar* lagafrumvarpi um fjárhagslega ábyrgð íslenska ríkisins vegna svonefndra Icesave-samninga við hollensk og bresk stjórnvöld.

Ríkisábyrgð vegna samninganna getur raskað lífi þjóðarinnar stórkostlega um mörg ókomin ár. Að hafna ábyrgðinni getur á sama hátt orðið afdrifaríkt. Ábyrgðin og byrðarnar yrðu þannig lagðar þjóðinni á herðar í báðum tilvikum. Því er rétt að þjóðin sjálf skeri úr um málið í þjóðaratkvæðagreiðslu. Slíkt fyrirkomulag er ekki aðeins réttmætt og sanngjarnt heldur einnig nauðsynlegt til að ná sæmilegri sátt um þá leið sem farin verður. Herra forseti, við viljum málið í okkar hendur.

http://kjosa.is/
« Last Edit: July 01, 2009, 10:20:36 by Belair »
Trans Am 84 350rwhp Ls1 T56
Legacy 99
Haase 128

Benedikt H Jóhannsson KK#2010 FBI#3341

Offline maggifinn

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 1.291
    • View Profile
Re: Í okkar hendur
« Reply #1 on: July 01, 2009, 17:43:45 »
Ekki veitir þá af að skýra málið,, fyrst Steingrímur segir það of flókið.
 
 
 Icesave í Iðnó, hreinsunardeild VG grein eftir Jón Baldvin

 Það hefðu ekki margir íslenskir stjórnmálamenn getað farið í fötin hans Steingríms J. á fundinum um Icesave í Iðnó í gærkvöldi. Eftir átján ára þrautagöngu í stjórnarandstöðu verður það seint sagt um formann Vinstri-grænna, að hann beri ábyrgð á Icesave-reikningnum. Það gera hins vegar fortakslaust fv. formenn hinna flokkanna þriggja, Sjálfstæðis-, Framsóknarflokks og Samfylkingar. Fundarmenn virtust hins vegar flestir hverjir standa í þeirri trú, að við Steingrím einan væri að sakast.

Það er ekki öfundsvert hlutskipti að standa frammi fyrir eigin fylgismönnum og “born-again” framsóknarmönnum, sem nú kalla sig íslenska varnarliðið (“In Defence”) og að þurfa að kynna þjóð sinni þann beiska sannleika, að hún á engra annarra kosta völ en að borga; að borga reikninginn fyrir fjárglæfra Björgólfanna – Landsbankaklíkunnar – sem allir voru innvígðir í innsta hring Sjálfstæðisflokksins; og að gjalda fyrir afglöp forystumanna flokkanna þriggja, sem áður voru nefndir.

Ekki öfundsvert hlutskipti, sagði ég. En þetta gerði SteingrímurJóhann af æðruleysi og karlmennsku, svo að aðrir hefðu ekki gert betur. Ég býð ekki í það, ef þau sem raunverulega bera ábyrgð á því að hneppa þjóð sína í skuldafangelsi, hefðu þurft að standa fyrir máli sínu frammi fyrir þessu reiða og vonsvikna fólki. Það hefði ekki þurft um að binda.

Þetta var firna góður fundur, andrúmsloftið var rafmagnað og málflutningur framsögumanna um þennan örlagaríka samning meira en frambærilegur. Steingrímur var rökfastur og æðrulaus, þótt einstaka fundargestir ýfðust við honum og vildu helst hrópa hann niður. Einar Már fór á kostum í sínum popúlisma, borinn uppi af réttlátri reiði fundargesta.

Hitt kom á óvart, að eini ræðumaðurinn, sem fékk “standing ovation” undir lokin, var Elvira Méndez Pinedo, doktor í Evrópurétti við H.Í., sem hvatti fjármálaráðherra til að leita samninga og sátta við Evrópusambandið, sem samkvæmt ótal fordæmum hlyti að bregðast vel við hjálparbeiðni umsóknarþjóðar í nauðum. Ég átti ekki beinlínis von á því, að innblásinn Evrópusinni eins og Elvíra fengi þvílíkar undirtektir hjá fundargestum, sem tókust allir á loft, þegar því var haldið fram, að allir væru vondir við okkur vesalingana, ekki bara Bretar og Hollendingar, heldur líka Evrópusambandið, Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn og m.a.s. frændþjóðirnar á Norðurlöndum. Allir nema Færeyingar.
Að borga skuldir annarra

Icesave-málið snýst í innsta kjarna sínum bara um eina spurningu: Hvers vegna ber fiskverkakonunni hjá Granda skylda til að borga skuldir Björgólfanna (og attaníossa þeirra), sem græddu á tá og fingri í uppsveiflunni og komu fjármunum sínum úr landi (og framhjá skattyfirvöldum), án þess að íslensk stjórnvöld hreyfðu legg eða lið? Það er svo önnur spurning, hvort það er eitthvað réttlæti í því að formaður Vinstri-grænna – í hlutverki fjármálaráðherra – skuli þurfa að hreinsa eftir þá skítinn og taka út allar óvinsældirnar af skattahækkunum og niðurskurði velferðarþjónustunnar á sama tíma og forystumenn Sjalfstæðis- og Framsóknarflokks gera hróp að honum og berja sjálfum sér á brjóst í nafni þjóðrækni og föðurlandsástar. Heyr á endemi!

Steingrími veittist létt verk að sýna fram á, hvernig forverar hans, oddvitar fyrrverandi ríkisstjórnar, þau Geir Haarde og Ingibjörg Sólrún og attaníossar þeirra, höfðu bundið þjóðina á höndum og fótum með lagalega bindandi skuldbindingum um lágmarks innistæðutryggingu sparifjáreigenda hjá íslenskum bönkum. Þeim var í lófa lagið að skipa Landsbankaklíkunni að reka sína innlánastarfsemi í Bretlandi og Hollandi í formi dótturfélaga, fremur en í formi útibúa. Hefðu þau gert það, svo sem skyldan bauð, væri enginn Icesave-reikningur. Svo einfalt er það.

Með neyðarlögunum áréttaði ríkisstjórn Geirs og Ingibjargar Sólrúnar, að íslenska ríkið ábyrgðist allar innistæður í íslenskum bönkum og þ.m.t. lágmarkstryggingu í útibúum utan Íslands. Það eru nákvæmlega engar líkur á því, að heimatilbúnar lögskýringar eftir dúk og disk um að hinn galtómi tryggingarsjóður íslenski væri án ríkisábyrgðar, stæðist nokkurs staðar fyrir dómi. Lögmenn fórnarlambanna, breskra og hollenskra sparifjáreigenda, hefðu lagt fram hvert skjalið á fætur öðru til sannindamerkis um, að ríkisstjórn Íslands hafði viðurkennt þessar lágmarksskuldbindingar.

Já, en ríkisstjórnin gat ekki bundið hendur þjóðarinnar án samþykkis Alþingis, segja einhverjir. Svarið við því er, að Alþingi samþykkti neyðarlögin og þar með skuldbindingarnar.Með undirskrift sinni á samkomulagi með hollenska fjármálaráðherranum hafði Árni Matthiesen ekki bara samþykkt lágmarkstrygginguna á ábyrgð Íslands, heldur einnig samþykkt lánaskilmála, sem voru mörgum sinnum verri en sú samningsniðurstaða, sem nú liggur fyrir Alþingi. Að baki undirskriftar Árna var ríkisstjórn með meirihluta á Alþingi. Þetta samkomulag stórspillti samningsstöðu Íslands gagnvart Bretum.
Um lýðskrum og látalæti

Nú er upplýst, að IMF skilyrti lánafyrirgreiðslu sína við Ísland því, að Ísland stæði við lágmarkssparifjártrygginguna gagnvart Icesave. Það dugði ekki, að ríkisstjórnin lofaði að gera það, sem hún gerði, þeir kröfðust lagalega skuldbindandi yfirlýsingar frá þar til bærum stofnunum íslenska ríkisins, þ.e.a.s. Seðlabankanum og fjármálaráðuneytinu. Skuldbindingarskjalið frá 19.nóv.2008 ber undirskriftir Davíðs Oddssonar, seðlabankastjóra og Árna Matthiesen, fjármálaráðherra.

Svo láta núverandi formaður Sjáflstæðisflokksins, Bjarni Benediktsson, og varaformaður, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, eins og þau séu þess umkomin að mótmæla skuldahelsi þjóðarinnar, sem þau smeygðu sjálf yfir háls og hendur Íslendinga, svo að ekki verður leyst í bráð. Þegar svona hafði verið um hnútana búið af fyrrverandi ríkisstjórn, hefði það þýtt gríðarlega áhættu að höfða dómsmál eða að selja sig undir niðurstöðu gerðardóms. Áhættan er sú, að með því að hafna
samningaleiðinni hefðu Íslendingar kallað það yfir sig, að bresk og hollensk stjórnvöld hefðu sett fram ítrustu kröfur, með vísan til neyðarlaganna, um að íslenska ríkið tæki á sig alla ábyrgð af Icesave, en ekki bara lágmarkstrygginguna, eins og nú hefur verið samið um.

Það er illt til þess að vita, að þeir sem sannarlega bera alla ábyrgð á óförum íslensku þjóðarinnar í þessu máli, bæði fjárglæframennirnir sjálfir og forystumenn þeirra stjórnmálaflokka, sem áttu og gátu komið í veg fyrir þetta ódæði gagnvart þjóðinni, skuli nú þykjast hvergi hafa nærri komið. Það er illt til þess að vita, að fjármálaráðherra vinstristjórnar sitji nú uppi með þann sögulega svartapétur að verða að þjóðnýta tapið, eftir að frjálshyggjuliðið hafði óáreitt komist upp með það í uppsveiflunni að einkavæða gróðann. Pólitíkin getur á örlagastundu verið harður húsbóndi. Vonandi sér allur almenningur í gegnum það pólitíska gerningaveður ábyrgðarlauss lýðskrums, sem stjórnarandstaða Sjálfstæðis – og Framsóknarflokks magnar nú upp í þessu máli.

En er þá öll gagnrýni á sjálfa samningsniðurstöðuna ómakleg og innihaldslaus? Svarið við því er, að gagnrýni frá Sjálfstæðis- og Framsóknarflokknum er vissulega ómakleg. Þessir menn ættu að sjá sóma sinn í að hafa hægt um sig. Þeir ættu fyrst að biðja þjóðina afsökunar á þeim afglöpum, sem flokkar þeirra gerðu sig seka um.
Vantar ekki (haldgott) öryggisákvæði?

En því miður er samningsniðurstaðan engan veginn hafin yfir gagnrýni. Sú gagnrýni lýtur annars vegar að því, að svokallað eignasafn gamla Landsbankans – þrotabúsins – sem á að ganga að stórum hluta upp í skuldirnar, er sýnd veiði en ekki gefin. Það á ævinlega við um útistandandi eignir í þrotabúum, að það er mikilli óvissu undirorpið, hvort þær halda áætluðu verðgildi sínu. Og þótt neyðarlögin gefi innistæðueigendum eða handhöfum þeirra krafna ákveðinn forgangsrétt, er það líka óvissu undirorpið, hvort eftirábreytingar af þessu tagi um meðferð krafna í þrotabú fái staðist, ef á það reynir fyrir dómi.

Málsvörum ríkisstjórnarinnar, þ.m.t. fjármálaráðherranum sjálfum á fundinum í Iðnó, hefur ekki tekist að eyða ótta almennings í landinu gagnvart þeirri áhættu, sem tengd er eignasafninu. Þess vegna er það, að í samningnum hefði þurft að vera rækilega skilgreint öryggisákvæði, sem tryggði hagsmuni lántakans með vísan til raunhæfs mats á greiðslugetu, ef allt fer á versta veg, þegar kemur að afborgunum lánsins eftir sjö ár. Þetta eru alvarlegir veikleikar í samningsniðurstöðunni. Því getur enginn svarað aðrir en þeir sem í samningaviðræðunum stóðu, hvort enn gefst ráðrúm til lagfæringar á samningnum, eða hvort aðstandendur samningsins eru svo vissir í sinni sök um að þessi áhætta muni reynast óveruleg, að þeir telji skárri samningsniðurstöðu ófáanlega.

Það er einnig þeirra að útlista það fyrir almenning á Íslandi hverra annarra kosta er völ, ef Alþingi einfaldlega hafnar ríkisábyrgð á lánssamningnum. Til hvers leiðir það? Munu gagnaðilarnir einfaldlega leggja málið í dóm og gera um leið ítrustu kröfur á hendur íslenska ríkinu fyrir hönd sinna féflettu sparifjáreigenda? Mun IMF rifta samstarfi og lánafyrirgreiðslu við Ísland? Munu Norðurlandaþjóðirnar gera slíkt hið sama? Mun allt aðgengi að erlendu lánsfé til að endurfjármagna skuldasafn okkar skuldugu þjóðar hverfa? Verða samningaviðræður við ESB og þar með lausn á gjaldmiðilsvanda þjóðarinnar í framtíðinni, fyrir bí? Þannig mætti lengi spyrja. Það er málsvara ríkisstjórnarinnar og ábyrgðarmanna samningsins að svara. Það er mikið í húfi.
Hvenær nær réttlætið fram að ganga?

Stykrleikinn í ræðu Einars Más, skálds, á Iðnófundinum var um leið veikleikinn í málfflutningi Steingríms Sigfússonar, fjármálaráðherra. Í hverju lýsir hann sér? Hann lýsir sér í því, að það er siðferðilega óverjandi að ætla íslenskum skattgreiðendum að “borga reikninga óreiðumannanna,” nema því aðeins að íslensk stjórnvöld hafi áður gert allt sem í þeirra valdi stendur til þess að gera upptækar eignir auðkýfinganna, hvar sem til þeirra næst. Hér ættu íslenskir ráðamenn að taka sér í munn einkunnarorð breskrar háttvísi: “After you, Sir!”

Hinn óorðaði samfélagssáttmáli, sem kenna má við kapítalisma – eða markaðsþjóðfélag – er sá, að á sama tíma og kapítalistunum er frjálst að sækjast eftir hagnaði, er þeim um leið skylt að fara að lögum, að virða leikreglur samfélagsins og að borga sína skatta til samfélagsins, refjalaust. Ef þessir skilmálar eru rofnir, þá er samfélasgssáttmálinn rofinn. Ef við slítum í sundur lögin, þá slítum við í sundur friðinn.

Réttlát reiði almennings á Íslandi rís ekki hvað síst af því, að þeir sem brutu svo herfilega af sér gagnvart þjóðinni, fara ekki bara frjálsir ferða sinna, heldur njóta þeir vellystinga af illa fengnum auð sínum á sama tíma og þjóðinni blæðir. Enn hefur enginn verið ákærður. Enn hafa engar eignir verið gerðar upptækar. Enn hefur ekki vitnast, að skattsvikinn auður skúffufélaga á aflandseyjum, hafi verið endurheimtur. Lofuðu ekki Bretar í Icesave-samningnum að aðstoða stjórnvöld við að koma lögum yfir íslenska fjárplógsmenn, sem hafa leitað skjóls í skattaparadísum undir breskri vernd? Mun fjármálaráðherrann fylgja því eftir og tryggja, að við það verði staðið?

Á sama tíma heyrðu landsmenn í hádegisfréttum á s.l. helgi, að Madoff, afkastamesti féflettir Bandaríkjamanna eftir stríð, sem var ákærður fyrir glæpi sína í desember s.l., hefur nú verið dæmdur til ævilangrar fangelsisvistar og - nota bene – allar eignir hans gerðar upptækar, hvar sem til þeirra næst og andvirði þeirra varið til að bæta fórnarlömbunum skaðann. Svona eru viðbrögð réttvísinnar í réttarríki. Réttlát reiði almennings á Íslandi verður ekki sefuð fyrr en – og nema því aðeins að – réttlætið nái fram að ganga, einnig á okkar landi,Jón Baldvin Hannibalsson