Kvartmílan > Bílarnir og Græjurnar
2010 Chevy Camaro SS, 2009 Dodge Challenger R/T and the 2010 Ford Mustang
Heddportun:
Það er fallegt að sjá alla þessa bíla í umferðinni í USA,Þeir fara allir vel með augun en Camaroinn sker sig úr
Camaroinn er skemmtilegastur af þeim í akstri en hef ekki prufað þetta Ford grey
Ozeki:
Það er alltaf leiðinlegt að sjá menn hrauna yfir hvern annan fyrir jafn þröngsýna ástæðu eins og að halda ekki uppá sama bílmerki og maður sjálfur :roll:
Sjálfum finnst mér Challinn flottur þarna þó vissulega séu til Fordar og GM bílar sem mér finnst afskaplega flottir. Það hlýtur að vera farsælla að hæla bara því sem manni lýst á og sleppa því að skíta annað út, sérstaklega fyrir ímynd klúbbsins út á við.
1966 Charger:
Jæja, Háværuverðugur Gunnar Kamarhróssagnfræðingur búinn að mála sig út í horn: Segir "þetta var bara föstudagsgrín." Þetta er sama aðferðin og lítil börn nota þegar þau segja "þetta var bara jók" þegar þau verða rökþrota.
Best að svara kallinum lið fyrir lið:
1. Gunni: LESTU samanburðinn neðst í greininni og fyrirsögnina og þá SÉRÐU að þetta er rangt hjá þér: Það er verið að bera saman 2009 Challa og 2010 Kamma og Töng.
2. og 3. Ó,ó, urðu þeir að kosta jafnmikið! Var þetta samanburðartest kannski skrifað og samþykkt af verðlagseftirlitinu? Æ.æ. Ég ætla vona að sú regla verði aldrei innleidd í kvartmíluna að bílar keppenda þurfi að kosta jafmikið til að geta reynt með sér. Ég sæi fyrir mér: "Raggi kærir Gunna út úr keppninni vegna þess að Camaroinn hans kostaði meira en Chargerinn." Akeitur bömmer fyrir Gunna.
4. Gunni, mér finnst Töngin koma best út úr þessu testi. Það má vera að þú fáir smáverk undir Solar Plexus út af því en....svo verðurðu bara að halda áfram með líf þitt.
5. Að sjálfsögðu + 6,2 l Hemi.
6. OK, OK ég skil að þú sért ekki spenntur að bíða eftir að Challengerinn mæti Hróinu í Super Stock. Ég skal ekkert ýfa á þér fjaðrirnar meira með það.
Og talandi um æsingar: Þú ert sá fyrsti og eini sem farið hefur af hjörunum í þessum þræði. Það gerðist þegar einn skrifari notaði "kjánalegt" um Kammann og skrifaðir það sex sinnum inn í næsta póstinn þinn.
Mikið er nú gaman að geta skrifast svona skemmtilega á Gunni, er þaggi?
PS: Og fyrir þá sem óttast að við Gunni séum að hrauna yfir hvern annann, tja þá er það ekki svo. Ég vona a.m.k. að hann hafi jafngaman af þessu og ég og taki ekkert af þessu nærri sér. Ég held þetta skemmi ekkert fyrir KK enda er ekki verið að fjalla um KK. Svona skeytasendingar vegna samanburðartesta eiga sér áratuga langa sögu og skemmta...............sumum.
Ég sá í grein í bílablaði í "Nesti"
er bar þar saman Challa, Camma og SOHC.
Að Challinn væri líklega sá besti
að slátra hinum tveim í Super Stock. (æ þarna gekk ég á bak orða minna með fjaðraýfingarnar)
Ragnar
Brynjar Nova:
Gunni minn...í guðana bænum hættu að moka svona yfir challann
þetta fer alveg með kallinn :D
GunniCamaro:
Ég held að ég sé bara hættur í bili, þetta virðist vera eitthvað viðkvæmara en ég hélt, ég held að Ragnar sé bara að fá fyrir hjartað yfir þessu.
P.S. ég held reyndar að við Ragnar séum ekki að tala um sama testið
Navigation
[0] Message Index
[#] Next page
[*] Previous page
Go to full version