Kvartmílan > Alls konar röfl
Efni til boddýviðgerða?
XIXI:
jæja ég er að fara að riðbæta bílinn minn og er að spá í hvað skal nota.
Eru menn að nota boddýstál eða rafgalvaniserað stál/járn eins og eitthver sagði mér,
og hvar kaupa menn svo herlegheitin?
Sivalski:
Það hlítur nú einhver hérna að geta svarað manninum =)..
Mtt:
rafgalf og það fæst meðal annars í : Ferro Zink, sindri og málmtækni
Kv Mtt
Kiddi:
Þetta efni fæst í Ferrozink í Hafnarfirði (Álfhellu held ég).. Alls ekki nota rafgalv, það er miklu harðara efni en upprunalegu panelarnir og verra í suðu. Svarta efnið sem Ferrozink selja er mjög fínt til að móta og forma (mjög mjúkt) :!:
CAM71:
Ég hef keypt efni í Blikksmiðjunni í Súðavoginum (við endann á timbursölu Húsasmiðjunnar (austan megin)). Þeir eru mjög hjálpsamir þar.
Navigation
[0] Message Index
[#] Next page
Go to full version