Sælt veri fólkið. Það var gaman að taka þátt í þessu með allt þetta góða fólk sem lagði á sig ótrúlega mikla vinnu. Prógrammið sem við lögðum upp með gékk eftir þrátt fyrir rigningu í klukkutíma. það sýnir okkur að við getum byrjað keppni seinna td. kl 14 - eða jafnvel kl 15 sem er áhorfendavænn tími. Rigningin setti strik í reikningin en við tókum ákvörðun að keyra keppni, v/ margir 4x4 - jafnblautt hjá öllum - fáir GF - OF bílar. það er líka gott að fá keppni frá og geta einbeitt sér að næstu keppni. Við í keppnisstjórn sáum nokkra hnökra á í framkvæmdinni, sem verður löguð. Þá er ég að tala um þessa tvöföldu skráningu. Næst mæta menn fullskráðir á keppnisstað. Það væri líka gott að fá málefnalega umræðu um keppnishaldið og eins hvort það sé stemmning á að byrja seinna ,tímatökur kl 11 - 12?
Ég vil þakka öllum þeim sem komu að keppnishaldinu og ekki síst keppendum sem stóðu sig vel, TAKK
Ég vil þakka - Jón Bjarna sem er búinn að vinna undafarnar vikur ómælda vinnu allan daginn , fjársjóður þar á ferðinni.
Baldur sem allt getur og kann , bara nefna það og hann reddar því, takk fyrir.
Ingó Arnarson sem keyrði keppnina áfram af mikilli kunnáttu og röggsemi.
Valli í stjórnstöð
Addi - ræsir
Halldór - burnout
Gísli þór - öryggisbíll/ stjórnstöð
Gísli Rúnar - uppröðun í pitt
Kristinn Snær - pittprentari
Jakob - öryggisbíll
Maggi Finnbjörns - vigt
Gunni - vigt
Kristján Finnbjörns - skoðun
Ási - skoðun
Ólafur Örn - burnout - miðasala
Haukur - burnout / miðasala
Bjarni - burnout / miðasala
Gummi - track
Svo er það Valur Vífills - reynslu bolti þar á ferðinni - takk.
Frikki og Leifur sem eyddu heilu föstudagskvöldi í track málum og fengu svo rigningu á sig - flottir félagar þar á ferðinni sem mættu
svo daginn eftir manna fyrstir til keppni.
Hálfdán ráðgjafi í reglum fær þakkir fyrir sína kunnáttu í þágu KK.
Hafi ég gleymt að nefna einhvern biðst ég afsökunar á því
Ekki má gleyma strákunum í sjoppunni Davíð og Jón Þór
mbk Harry Þór - sem tók að sér verkstjórn og röfl.