Kvartmílan > Bílarnir og Græjurnar
Takk fyrir glæsilega sýningu
70olds:
....Langaði að koma með eina hugmynd fyrir næstu sýningu...hvernig væri að vera með einn af sýningardögunum svona "show and tell" dag?
ég hitti þarna á einn kall sem var með Mustang og hann spjallaði við alla og sýndi fólki bílinn og sagði frá öllum breytingum, hvenær hann flutti hann inn, hver hafði unnið í honum og bara allt sem hann vissi um kaggann. Mér fannst þetta alveg frábært og ég er viss um að þetta yrði vinsælt, bæði hjá þeim sem eru að fylgjast með breytingum og nýjum bílum á götunni og einnig hjá almenningi sem stingur inn nefinu. Ég geri mér grein fyrir að flestir yrðu orðnir klikkaðir að tyggja sömu söguna í 3-4 daga, en ef það væri auglýstur 1 svona dagur á showinu, þá myndi það eflaust vera dagurinn sem helstu áhugamenn myndu mæta.
Bara hugmynd.
Kveðja Unnar
PalliP:
Þetta var flott og fín hugmynd hér fyrir ofan, að standa við sín tæki og útskýra þau.
Menn ná alltaf fínu spjalli útúr því.
Annars fannst mér þetta flott sýning og mikið af glæsilegum tækjum.
Navigation
[0] Message Index
[*] Previous page
Go to full version