Það sést hér að þetta mál þarf að leysa sem fyrst.
Það er kannski óþarfi að skrifa að menn þurfi ekki að gráta yfir þessu, frekar að koma með málefnalegt innlegg og leysa þetta mál í sameiningu, eins og sönnum félögum sæmir, enda allir (eða flestir hér í Kvartmíluklúbbnum) og stöndum saman.
Staðreyndin er sú að það eru greinilega ekki sömu aðferðir eða leiðbeiningar hjá tryggingarfélögunum, ég get t.d. tekið undir það sem hér er skrifað um Sjóvá, að Vörður veitir ekki tryggingarviðauka fyrir bíla sem eru með fornbílatryggingu.
Svo virðist einnig vera lausagangur á því hvort viðaukann þurfi eftir keppnisgreinum, t.d. virðist ekki driftdeildin krefjast viðaukans, þeir skrifa að keppendur eigi að skoða þetta sjálfir hjá sínu tryggingarfélagi. Road race deildin fer ekki fram á þennan viðauka, þeir telja að þetta sé tví-trygging, og mögulega eru fleiri sem hafa sömu sögu að segja.
Skv. Verði (símtal 20. maí) er veigamest spurningin hvort slysatrygging ökumanns sé fyrir hendi þegar akstursfélög trygga sig fyrir keppni, en það verður að skoða hverju sinni þegar tryggt er fyrir keppnir eða æfingar.
Það liggur því núna beinast við að beina þessu til stjórnar KK, um að leysa þetta sem fyrst. Eða er eftir einhverju að bíða? Ef svo er, væri gott að upplýsa okkur félagsmeðlimi um stöðu mála.
Bestu kveðjur,