Author Topic: Tryggingarviðauki nauðsynlegur fyrir keppnir eða æfingar?  (Read 3565 times)

Offline SMJ

  • In the burnout box
  • ***
  • Posts: 247
  • Keep smiling and you will end up happy....
    • View Profile
Sælir félagar.
Er ekki kominn tími á að fá 100% á hreint hvort þetta þurfi? Það eru margar sögur og staðhæfingar í gangi á milli félaga KK og reyndar annara, einnig er þetta í sumum tilfellum spurning um aurinn fyrir þá sem vilja stunda þetta sport.
Það er m.a. talað um að þessi tryggingarviðauki sé ekkert annað en tví-trygging, því sú trygging sem keppnishaldarar taka, dekki allt sem tryggingarviðaukinn býður upp á. Er þetta rétt? Hvað með slysatryggingu ökumanns?
Ég tel að það verði að hafa þetta á hreinu og því fyrr því betra svo félagar fari ekki að greiða fyrir eitthvað sem ekki þarf að greiða (á þessum krepputímum.)
 
Bestu kveðjur,
Sigurjón Jóhannsson

PS Ef þetta hefur verið rætt hér á spjallinu og málið er frágengið, þá er það hið besta mál.
Með kveðju,
Sigurjón M. Jóhannsson
Triumph Spitfire Mk3 1968 "MegaBusa"

1986 Ford Sierra Cosworth: 12.434 @ 108.897 MPH

Offline Valli Djöfull

  • Doing 20ft wheelies
  • ******
  • Posts: 2.714
    • View Profile
Re: Tryggingarviðauki nauðsynlegur fyrir keppnir eða æfingar?
« Reply #1 on: May 20, 2009, 15:32:31 »
Ekki að það svari spurningu þinni, en samt, ef menn tryggja hjá VÍS breytir þetta engu máli.  Þeir gefa út hálft ár í einu og þá þarf maður ekki að spá í því meira það sumarið..

Hér er klausan í reglugerðinni..

Quote
8. gr.
Ábyrgðartryggingar ökutækja.
Ökutæki sem taka þátt í aksturskeppni skulu ábyrgðartryggð sérstaklega vegna þeirrar áhættu sem í keppni felst. Þá skal keppnishaldari leggja fram hæfilega tryggingu vegna ábyrgðar á framkvæmd keppninnar. Ennfremur skal keppnishaldari kaupa slysatryggingu vegna starfsmanna við keppni utan vega er greiði bætur við dauða eða varanlega örorku.

Heimilt er í því sambandi að kaupa ábyrgðartryggingu er gildi fyrir ákveðið svæði til æfinga og æfingakeppni.

Viðskiptaráðuneytið ákveður árlega vátryggingarfjárhæðir ábyrgðartryggingar vegna framkvæmdar á aksturskeppni og slysatryggingar, svo og vátryggingarfjárhæð fyrir ákveðin svæði.

Ökutæki sem taka þátt í aksturskeppni skulu ábyrgðartryggð sérstaklega vegna þeirrar áhættu sem í keppni felst
Ég sé ekki út úr þessu annað en að keppandi þurfi að tryggja sig sérstaklega fyrir keppni..  En ekki æfingu.  Er það bara ég?
« Last Edit: May 20, 2009, 15:36:04 by Valli Djöfull »
Valbjörn Júlíus Þorláksson - GSM: 820-8488

Offline Jón Þór Bjarnason

  • Doing 20ft wheelies
  • ******
  • Posts: 3.888
    • View Profile
Re: Tryggingarviðauki nauðsynlegur fyrir keppnir eða æfingar?
« Reply #2 on: May 20, 2009, 16:39:32 »
Það er talið að um keppni sé að ræða ef tveir bílar ræsa saman samkvæmt þeim upplýsingum sem við fengum í fyrra.

Mér skilst að það sé einhver stjórnarmaður með þessi mál á sinni könnu as we speak.
S:899-3819
1995 Pontiac Firebird Trans Am
2006 VW Passat 2.0L HighLine
1974 VW Bjalla 1303 Engine street racing kit
1984 Pontiac Fiero 3800 series II supercharged

Offline Valli Djöfull

  • Doing 20ft wheelies
  • ******
  • Posts: 2.714
    • View Profile
Re: Tryggingarviðauki nauðsynlegur fyrir keppnir eða æfingar?
« Reply #3 on: May 20, 2009, 21:58:25 »
Jú það var eitthvað verið ræða það..  ef það eru 2 ræstir á sama tíma = æfingarkeppni..

En þetta leysist fljótt, býst ekki við öðru :)

Og þetta er ekkert sem þarf að gráta mikið yfir, nema maður tryggi hjá Verði.  Ókeypis hvort eð er hjá öllum hinum..:)  Ef þetta þarf, þá bara þarf þetta og menn redda því eins og undanfarin ár :)
Valbjörn Júlíus Þorláksson - GSM: 820-8488

Offline 427W

  • In the burnout box
  • ***
  • Posts: 113
    • View Profile
Re: Tryggingarviðauki nauðsynlegur fyrir keppnir eða æfingar?
« Reply #4 on: May 20, 2009, 23:01:49 »
Jú það þarf að gráta mikið yfir þessu,  Sjóva veitir ekki tryggingarviðauka fyrir bíla sem eru með fornbílatryggingu

                                                                                                                                Smári

Offline 57Chevy

  • Pre staged
  • ****
  • Posts: 405
    • View Profile
Re: Tryggingarviðauki nauðsynlegur fyrir keppnir eða æfingar?
« Reply #5 on: May 20, 2009, 23:24:16 »
Og í Sjóvá sögðu menn að þeir ætluðu að fara að rukka fyrir viðaukann, en upphæðin var ekki komin á hreint.
Einnig var mér sagt að við gætum ekki fengið viðauka sem gilti fyrir alt sumarið, aðeins eina keppni í einu. :evil:
« Last Edit: May 20, 2009, 23:26:22 by 57Chevy »
Guðsteinn Oddsson
57Chevy210 2door Sedan (Project on long hold)
91Ford Econoline 38" (Ferðabíll)
78 TRANS AM Platinium Grey
78 Nova Custom (Feðgaprojectið)
80 Trans Am (Project on hold)

Offline 427W

  • In the burnout box
  • ***
  • Posts: 113
    • View Profile
Re: Tryggingarviðauki nauðsynlegur fyrir keppnir eða æfingar?
« Reply #6 on: May 20, 2009, 23:30:08 »
Ég hef fengið tryggingarviðauka undanfarin ár hjá Sjóvá, en svo var það stoppað í fyrra,  og það átti ekki að rukka fyrir það heldur varð ég að skipta yfir í venjulega tryggingu ef að ég ætlaði að fá viðaukan,    Smári

Offline SMJ

  • In the burnout box
  • ***
  • Posts: 247
  • Keep smiling and you will end up happy....
    • View Profile
Re: Tryggingarviðauki nauðsynlegur fyrir keppnir eða æfingar?
« Reply #7 on: May 21, 2009, 09:46:21 »
Það sést hér að þetta mál þarf að leysa sem fyrst.

Það er kannski óþarfi að skrifa að menn þurfi ekki að gráta yfir þessu, frekar að koma með málefnalegt innlegg og leysa þetta mál í sameiningu, eins og sönnum félögum sæmir, enda allir (eða flestir hér í Kvartmíluklúbbnum) og stöndum saman.

Staðreyndin er sú að það eru greinilega ekki sömu aðferðir eða leiðbeiningar hjá tryggingarfélögunum, ég get t.d. tekið undir það sem hér er skrifað um Sjóvá, að Vörður veitir ekki tryggingarviðauka fyrir bíla sem eru með fornbílatryggingu.
Svo virðist einnig vera lausagangur á því hvort viðaukann þurfi eftir keppnisgreinum, t.d. virðist ekki driftdeildin krefjast viðaukans, þeir skrifa að keppendur eigi að skoða þetta sjálfir hjá sínu tryggingarfélagi. Road race deildin fer ekki fram á þennan viðauka, þeir telja að þetta sé tví-trygging, og mögulega eru fleiri sem hafa sömu sögu að segja.

Skv. Verði (símtal 20. maí) er veigamest spurningin hvort slysatrygging ökumanns sé fyrir hendi þegar akstursfélög trygga sig fyrir keppni, en það verður að skoða hverju sinni þegar tryggt er fyrir keppnir eða æfingar.

Það liggur því núna beinast við að beina þessu til stjórnar KK, um að leysa þetta sem fyrst. Eða er eftir einhverju að bíða? Ef svo er, væri gott að upplýsa okkur félagsmeðlimi um stöðu mála.

Bestu kveðjur,
 
« Last Edit: May 21, 2009, 09:49:54 by NorthPole »
Með kveðju,
Sigurjón M. Jóhannsson
Triumph Spitfire Mk3 1968 "MegaBusa"

1986 Ford Sierra Cosworth: 12.434 @ 108.897 MPH

Offline Guðmundur Þór Jóhannsson

  • Pre staged
  • ****
  • Posts: 455
    • View Profile
Re: Tryggingarviðauki nauðsynlegur fyrir keppnir eða æfingar?
« Reply #8 on: May 21, 2009, 12:42:53 »
Því miður þá taka þessi lög sem að gera tryggingarviðaukann óþarfann ekki gildi fyrr en í haust (ef þingið samþykkir þau)

Þetta skilst mér allavega.
En það er aftur á móti verið að skoða hvort að klúbburinn geti tekið tryggingu fyrir tvö tæki í brautinni í einu sem að myndi þá gera tryggingarviðaukann óþarfann.

Þetta eru þær upplýsingar sem að okkur hefur borist varðandi þetta mál og finnst þetta mjög miður út af fornbílum og öðrum sem að eiga erfitt með að fá tryggingarviðauka.
Ég veit að við viljum helst allir vera lausir við þetta vesen.

kv
Guðmundur Þór
Guðmundur Þór Jóhannsson
(Gummi 303)

Offline Valli Djöfull

  • Doing 20ft wheelies
  • ******
  • Posts: 2.714
    • View Profile
Re: Tryggingarviðauki nauðsynlegur fyrir keppnir eða æfingar?
« Reply #9 on: May 21, 2009, 14:02:55 »
Biðst afsökunar, ég vissi ekki að þetta væri vandamál með fornbílana. 
Þetta VAR ekkert mál.   Og kostaði ekkert nema hjá Verði, og það var 8000 fyrir árið.
Valbjörn Júlíus Þorláksson - GSM: 820-8488

Offline Davíð S. Ólafsson

  • Pre staged
  • ****
  • Posts: 306
    • View Profile
Re: Tryggingarviðauki nauðsynlegur fyrir keppnir eða æfingar?
« Reply #10 on: May 27, 2009, 23:40:01 »
Sælir félagar.

Stjórnin hefur verið að vinna í því að finna lausn á því að losna við tryggingarviðaukann.

Tryggingarfélag okkar er að athuga hvort við getum ekki keypt frjálsa tryggingu á þau ökutæki sem eru í brautinni hverju sinni. Er það óháð því hvar ökutækin eru tryggð.

Kvartmíluklúbburinn kaupir tryggingu á æfingar og keppnir. Því fylgir að við verðum að hækka keppnisgjöld sem nemur þessum útgjöldum.

Við vonum að þetta skýrist fyrir helgi hvort þetta sé framkvæmanlegt.


Kveðja frá stjórn