Author Topic: Stóra legumálið.  (Read 4166 times)

Offline johann sæmundsson

  • Pre staged
  • ****
  • Posts: 261
    • View Profile
Stóra legumálið.
« on: May 14, 2009, 03:00:10 »
Ég skíri póstinn þessu nafni af því það minnti mig á ákveðinn atburð sem hennti okkur vinina í den.
Einn félaginn keypti nýjan WV 1302 eða 3 með MC person fjöðrum og fínheitum, enn það þurfti að
tilkeyra vagninn áður en honum væri hleypt, þannig að því var snarlega reddað með akstri milli
HF og RVK.

Eftir það var lagst í þjóðvega akstur, í Hvalfirði sprakk á þónokkuri ferð og dekkið var í druslum.
Við sáum straks að slangan hafði þeist úr dekkinu OG LEITUÐUM LENGI.

Í Borganesi var okkur tjáð að Radial dekk væru ekki með slöngu #-o, þannig að við samþyktum
það svona hum, ha, já að sjáfsögðu.

ps. Þessum folla var snarlega skipt í Mustang 65 eftir smá heimsókn í hraungjótu.

kv. jói.

Meira seinna af tönginni
« Last Edit: May 14, 2009, 03:32:11 by johann sæmundsson »
Jóhann Sæmundsson.

Offline maggifinn

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 1.291
    • View Profile
Re: Stóra legumálið.
« Reply #1 on: May 14, 2009, 20:31:03 »
Hahaha,,Alveg sé ég ykkur fyrir mér að leita að slönguskrattanum útí móa =D>

Offline eva racing

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 611
    • View Profile
Re: Stóra legumálið.
« Reply #2 on: May 15, 2009, 11:49:25 »
Hæ.
  Þetta var nú háalvarlegt mál..

  ég er nú svoooo gamall að ég man nú tímana tvenna (börnin mín halda að ég hafi gengið í skóla með Gunnari á Hlíðarenda)

  Ég var starfsmaður á Gúmmívinnustofunni sem Sjálfhreyfirennireyðarhjóltogleðurstæknir og ég man eftir einum viðskiftavin sem kom með nýjann bíl og vildi setja sóluð dekk í stað originaldekkjanna og ég sagði honum að þá væri ráðlegt að setja slöngur í dekkin, og hann elti mig um verkstæðið og sagði mér að skila slöngunum sem hefðu verið í nýju dekkjunum.  og þegar ég reyndi að róa manninn og segja honum að það væru ekki slöngur í nýju dekkjunum kom "heldurðu að ég sé hálfviti ég kom keyrandi á bílnum hingað, heldurðu að það sé hægt með engar slöngur."
  Og þrátt fyrir að ég sýndi honum ventlana fasta í felgunni hékk hann samt einsog bakpoki á mér þegar ég opnaði hin dekkin til að sjá hvað ég gerði við slöngurnar hanns.

  Og þetta þótti mikil afturför að ekki væru slöngur og "fróðir"menn(leigubílstjórar og bifvélavirkjar etc.) gátu vel sagt manni að þetta gæti aldrei gengið á Íslandi.  Og aftur streymdi svo vísdómurinn frá þessum viskubrunnum þegar RADIAL dekk komu .... gæti aldrei gengið .."ekki nema eitt strigalag í hliðum"
  VONLAUST.

     t.d. þegar Eggert bílasali (var heimsfrægur um allt land) setti 10-15 undir Bronkóinn  (ca 30 tommu dekk) þá leið nú yfir heilu sveitarfélögin.  og bændur og hið íslenska gáfumannafélag gat sko frætt mann á því að þetta gæti aldrei gengið því að ef fara þyrfti yfir á þá myndi bíllinn fljóta upp og velta á þessum fáránlegu flotholtum..  bara SHOW ( og hvar átti maður svo að fá keðjur á þessi ósköp)

   Bara smá innlegg um íslenska bílamenningu og þróun.
EVA frv. Racing.
------------------------
Valur Vífilsson.
Áður en yfir líkur þarf maður að: eignast Willys, Zippó,Harley Davidson.
ná 1,05 60 ft.

Offline Dodge

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 2.204
    • View Profile
Re: Stóra legumálið.
« Reply #3 on: May 15, 2009, 17:53:15 »
 :D

Alltaf snilld að fá sögur af því hvernig ástandið var þegar hjólið var fundið upp :)
Besti tími í kvartmílu. 10,697  60ft. 1,543  hraði. 114,5mph
Besti tími í 1/8. 6,526  60ft. 1,865  hraði. 117,5
Besti tími í sandi 4,762

Kveðja, Stefán Steinþórsson
sími: 866-9282   e-mail: dodge@ba.is

Offline Ramcharger

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 1.485
    • View Profile
Re: Stóra legumálið.
« Reply #4 on: May 18, 2009, 08:16:58 »
Hæ.
  Þetta var nú háalvarlegt mál..

  ég er nú svoooo gamall að ég man nú tímana tvenna (börnin mín halda að ég hafi gengið í skóla með Gunnari á Hlíðarenda)

  Ég var starfsmaður á Gúmmívinnustofunni sem Sjálfhreyfirennireyðarhjóltogleðurstæknir og ég man eftir einum viðskiftavin sem kom með nýjann bíl og vildi setja sóluð dekk í stað originaldekkjanna og ég sagði honum að þá væri ráðlegt að setja slöngur í dekkin, og hann elti mig um verkstæðið og sagði mér að skila slöngunum sem hefðu verið í nýju dekkjunum.  og þegar ég reyndi að róa manninn og segja honum að það væru ekki slöngur í nýju dekkjunum kom "heldurðu að ég sé hálfviti ég kom keyrandi á bílnum hingað, heldurðu að það sé hægt með engar slöngur."
  Og þrátt fyrir að ég sýndi honum ventlana fasta í felgunni hékk hann samt einsog bakpoki á mér þegar ég opnaði hin dekkin til að sjá hvað ég gerði við slöngurnar hanns.

  Og þetta þótti mikil afturför að ekki væru slöngur og "fróðir"menn(leigubílstjórar og bifvélavirkjar etc.) gátu vel sagt manni að þetta gæti aldrei gengið á Íslandi.  Og aftur streymdi svo vísdómurinn frá þessum viskubrunnum þegar RADIAL dekk komu .... gæti aldrei gengið .."ekki nema eitt strigalag í hliðum"
  VONLAUST.

     t.d. þegar Eggert bílasali (var heimsfrægur um allt land) setti 10-15 undir Bronkóinn  (ca 30 tommu dekk) þá leið nú yfir heilu sveitarfélögin.  og bændur og hið íslenska gáfumannafélag gat sko frætt mann á því að þetta gæti aldrei gengið því að ef fara þyrfti yfir á þá myndi bíllinn fljóta upp og velta á þessum fáránlegu flotholtum..  bara SHOW ( og hvar átti maður svo að fá keðjur á þessi ósköp)

   Bara smá innlegg um íslenska bílamenningu og þróun.

Já það er ekki alltaf gáfulegt sem gerist í dekkjaveröldinni :mrgreen:
Ég vann við þetta í ein 13 ár og það var ýmislegt sem gekk á.

Man eftir einum sem kom til okkar í illfærð á Jaguar og vildi fá keðjur á hann :roll:
Ok, en það gekk alveg fram af okkur þegar fíflið vildi bara
láta setja bara eina hægra megin að aftan :shock:
Það var alveg sama hvað við reyndum að útskýra að þetta gengi ekki,
hann tók engum sönsum.
Það sem hann sagði, "heldurðu virkilega að ég sé svo vitlaus að
ég viti ekki að bíllinn er splittaður"??

Það leið innan við kl. tími þegar vöku bíll  kom með hann og keðjan vafinn utan um hásinguna!!
Man eftir einum sem átti Jagur
Andrés Guðmundsson

Nova "70 R.I.P
Celica "72 R.I.P
Ramcharger "74 R.I.P
Olds Delta Royal "78 R.I.P

Offline Guðmundur Björnsson

  • Pre staged
  • ****
  • Posts: 294
    • View Profile
Re: Stóra legumálið.
« Reply #5 on: May 18, 2009, 12:23:30 »
Góðar sögur piltar =D>meira að þessu [-o<

Jió Sæm!!!!! ég veit að það eru fleiri sögur til.

Offline astijons

  • In the pit
  • **
  • Posts: 69
    • View Profile
Re: Stóra legumálið.
« Reply #6 on: May 18, 2009, 18:40:33 »
ég var að vinna á dekkjaverkstæði og það var einn sem vildi að kopparnir væri allir eins settir á... semsagt að TOYOTA væri alls staðar lárétt...

Offline Harry þór

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 714
  • Camaro 427
    • View Profile
    • http://www.korfubilar.is
Re: Stóra legumálið.
« Reply #7 on: May 18, 2009, 19:43:03 »
Pabbi sagði "hvernig dettur ykkur í hug að þið getið bætt vélarnar þar sem fleiri hundruð verkfræðingar hefðu verið í mörg ár hanna þetta" \:D/
1969 Camaro 427 sYc
11.99 Drag radial 60 ft 1.650
12.24 BFG  radial 60 ft 1.795  111.93 mph
Altered dragster 598 bbc 4.77.  1/8 - 147.5 mph - 1.09 60 ft
1/4 7.65 - 163.5 mph

Offline Ramcharger

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 1.485
    • View Profile
Re: Stóra legumálið.
« Reply #8 on: May 19, 2009, 12:52:12 »
Hræðilegasta ökutækið sem þurfti að umfelga tvisvar á ári
var án efa blæjurússajeppinn frá rússneska sendiráðinu.

Þvílíkir og aðrir eins togleðurshringir :shock:
Þetta voru 8 strigalaga hlunkar.
Slöngurnar voru annar kapituli fyrir sig.
Þær voru örugglega úr leðri svo þykkar voru þær.
Andrés Guðmundsson

Nova "70 R.I.P
Celica "72 R.I.P
Ramcharger "74 R.I.P
Olds Delta Royal "78 R.I.P