Kvartmílan > Aðstoð

Fer ekki í gang heitur

(1/4) > >>

cv 327:
Er með Pontiac V-6 3,8 ltr árg 1992. Dettur í gang kaldur og gengur mjög fínt. Síðan þegar svissað er af, (þegar hann er orðin heitur) þá bara fer hann ekki í gang aftur, fyrr en hann er orðinn kaldur. (engin neisti).

Hvað gæti hugsanlega verið að hrjá greyið?

cv 327:
Er möguleiki að afgasskynjarinn geti valdið þessu ef hann verður fyrir raka? Það kemur nefnilega smá vatn úr pústinu.

Bíllinn er búinn að standa í 3-4 ár. Hef svo sem ekki enn orðið var við að hann eyði vatninu úr kælikerfinu, en er heldur ekki búinn að keyra hann neitt að ráði.

Einhver með uppástungu eða svar við þessu?

johann sæmundsson:
Kannski jarðsambandið ?
Eða keflið.

cv 327:
Búinn að prófa að setja auka jörð frá geymi og á vél. Breytti engu.

Það eru 3 kefli, 2 kertaþræððir úr hverju fyrir sig, en ekki neisti á neinu. Reyndar eru þessi kefli skrúfuð saman á platta sem boltast á vélina og kanski er jarðsambandið á plattanum slæmt. Veit bara ekki hvort það skiftir máli, en tilraun að skoða það. Kíki á það á morgunn.

Takk að sinni.

cv 327:
Búinn að skoða plattann. Það var töluverð útfelling á honum sem ég hreinsaði burt og bar síðan koparfeiti á.
Þetta breytti þó engu, datt í gang og gekk fínt og ég lét hann ganga í 15 mín. Drap á og engin neisti.

Hvað væri best að skoða næst?

Navigation

[0] Message Index

[#] Next page

Go to full version