Kvartmílan > Aðstoð

318 missir afl þegar hún hitnar?

(1/2) > >>

Toffi:
Ég er með Dodge van 1996árg með 318 vél.  Hún gegnur ágætlega þegar hún er köld en verður afllaus þegar hún hitnar og tussugangur í henni.  Kannast einhver hér við svona vandamál og lausn á því?

Jón Þór Bjarnason:
Gæti verið að sjálfvirka innsogið sé ekki að fara almennilega af.  :?:

KiddiJeep:
Þegar innspýtingarvélar eru kaldar þá ganga þær yfirleitt í svokallaðri "closed loop", semsagt hún pælir ekkert í því hvað skynjararnir segja henni heldur keyrir eftir fyrirfram ákveðnum stillingum. Þetta er í raun það sem kallast "innsog". Þegar hún hitnar þá fer hún í "open loop" þar sem hún miðar blönduna og hugsanlega kveikjutímann miðað við hvað skynjararnir segja henni er að gerast, þannig að mín ágiskun er að einhver skynjarinn sé í ruglinu.

jeepcj7:
Er skynjarinn í pústinu tengdur og í lagi hann er líklegur.

Dodge:
Ég ætla ekki að segja að þetta sé líklegasta skýringin en það var svipuð lýsing þegar það sprakk hedd hjá mér á 92 360 vél,
þegar hún hitnaði þá gliðnaði sprungan inní vatnsgang og hún fór að ganga eins og andskotinn...

Navigation

[0] Message Index

[#] Next page

Go to full version