Kvartmílan > Leit að bílum og eigendum þeirra.
Meira af 1970 Charger
Moli:
Ég hef alltaf verið haldinn mikilli '68-'70 Charger dellu, hérna kemur víst einn mjög spes. Það væri gaman ef einhver ætti fleiri myndir af þessum. :wink:
Myndirnar eru fengnar frá Jóa á Sólheimum.
--- Quote from: Junk-Yardinn ---Hér er 70 Charger RT/SE. Einn af 116 framleiddum. Orginal 440 sixpack.
Sagan segir að einhverjum eiganda hafi þótt hann eyða of miklu og hent 440 vélinni í sjóinn og sett í hann 318.
Myndin er tekin 1981 á Hornafirði. þá var tvisvar búið að keyra hann fram af bryggjum. Hræið af bílnum var grafið með viðhöfn í ónefndum blómagarði á Flúðum.
Jói
--- End quote ---
íbbiM:
ég þjáist af sömu veilu gagnvart þessum vögnum, manni finnst hálf sorglegt að sjá þá svona,
en gaman af þessu, flr myndir!
stebbsi:
Er einhver til í að lána mér skóflu??
1966 Charger:
Þessi Charger er einn merkilegasti factory Mopar sem komið hefur hingað. VIN XP29V0G162863. Upphaflega R/T six-pack. Grænsanseraður og STÝRISSKIPTUR. Fluttur inn um 1973. Var fyrst í Hafnarfirði fór svo á Akranes þar sem 318 var sett í hann en 440 vélin týndist. Í apríl 1977 er hann auglýstur til sölu þá með 318 og sjálfskiptingu og powerstýri, leðurstólum, rafknúnum rúðum og sílsapústi (nema hvað). Þar er hann sagður ekinn 70.000 km. Gulli Emilss reif bílinn um 1982 og á enþá VIN plötuna.
Ég skal henda inn bílaauglýsingunni um helgina.
Err
Moli:
--- Quote from: 1966 Charger on April 30, 2009, 20:44:09 ---Þessi Charger er einn merkilegasti factory Mopar sem komið hefur hingað. VIN XP29V0G162863. Upphaflega R/T six-pack. Grænsanseraður og STÝRISSKIPTUR. Fluttur inn um 1973. Var fyrst í Hafnarfirði fór svo á Akranes þar sem 318 var sett í hann en 440 vélin týndist. Í apríl 1977 er hann auglýstur til sölu þá með 318 og sjálfskiptingu og powerstýri, leðurstólum, rafknúnum rúðum og sílsapústi (nema hvað). Þar er hann sagður ekinn 70.000 km. Gulli Emilss reif bílinn um 1982 og á enþá VIN plötuna.
Ég skal henda inn bílaauglýsingunni um helgina.
Err
--- End quote ---
Sæll Raggi,
Hérna er auglýsingin sem kemur væntanlega frá þér, fékk hana hjá Jóa. 8-)
Navigation
[0] Message Index
[#] Next page
Go to full version