Ég er í smá vandræðum með vatnsdæluna í Pontiac.
Málið er þannig að ég hef verið að setja bílinn í gang annað slagið og ekkert vesen.
Svo fékk ég númeraplötur á miðvikudaginn og ætlaði að fara að nota bílinn en þá tók ég eftir því að það lak vatn með vatnsdælunni en ég tók ekki eftir því hvar nákvæmlega. Ég tók vatnsdæluna úr og þreif allt vel og setti síðan saman aftur. Því miður og mér til mikillar mæðu þá lekur hún ennþá.
Það sem mig langar að vita er hvort það sé möguleiki að það leki með trissuhjólinu eftir langa setu
Ef svo er þá langar mig að vita hvort einhver á vatnsdælu í V-6 2.8L - 3.4L blöndungsvél ?
Þetta er það eina sem stoppar mig í því að nota bílinn og eru allar upplýsingar vel þegnar.