Kvartmílan > Leit að bílum og eigendum þeirra.

Bíll dagsins 28. Apríl 2009 > 1970 Dodge Charger

(1/4) > >>

Moli:
Fannst við hæfi þar sem þessi bíll kom í umræðuna út af '70 Oldsinum hjá Unnari, að skella inn þessum þræði um hann. Ég veit nú svosem ekki mikið um hann nema hvað að hann var upphaflega blár, svo tekinn og glimmerskreyttur duglega ásamt rauðu plussi, því næst var hann málaður rauður og endaði daga sína á Hvammstanga, varð kvikmyndastjarna í myndinni "A Little Trip to Heaven" og er bíllinn nú á Yardinum hjá Jóa fyrir austan og eru flestar myndanna fengnar hjá honum og langar mig að þakka honum kærlega fyrir þær.  8-)

Fróðir menn upplýsa okkur kannski eitthvað meira skemmtilegt um þennan bíl.  :wink:
















íbbiM:
hann var nú flottastur svona rauður fannst mér.

gaman af svona þráðum, thumbs up!

MoparFan:
Ég man eftir þessum svona rauðum með svörtu röndinni cirka 85-86 á Kleppsveginum, þá bjó ég í nágrenninu og dáðist að þessum kagga...... bjó tveim árum áður í Skotlandi og hafði kynnst þar Dukes of Hazzard þáttunum og því fannst mér þessi svipaði Shjardjer ógurlega töff.  Kaggi í hnotskurn í mínum huga.

dilbert:
hver á Hvammstanga átti þennann ?  :-k

ADLER:
Þetta eru grimmileg endalok á einusinni fallegum bíl. :cry:

Navigation

[0] Message Index

[#] Next page

Go to full version