Kvartmílan > Bílarnir og Græjurnar
Kvartmílutækið í dag er þessi
Kristján Skjóldal:
hvar er þessi sandur :?:og á ekki að halda afram með þennan þráð #-o
Skúri:
Snild að fá þessar myndir Anton.
Stjáni þetta er austur í Hraun í Ölfusi, þar sem keppnirnar vou haldnar í denn.
Ég var nú að vona að þessi þráður héldi nú áfram.
Svo ætli ég verði ekki að halda þessu eitthvað við.
Eigum við ekki að hafa þennan ´69 Camaro, bíl dagsins.
Þessi Camaro er nú búinn að vera með frá fyrstu æfingu. Á hann nokkuð langa sögu og margir nafntogaðir búnir að eiga hann, má þar helst nefna Harry Hólmgeirs og Ara Kristinns sem á hann í dag.
Þessi Camaro er nú búinn að fara í gegnum þó nokkuð breytingarferli í gegnum tíðina svo ekki sé meira sagt.
Hvernig væri nú að "gömlu" kallarnir tjái sig eitthvað um þessa bíla. Það er ómögulegt fyrir mig 36 ára gamlan unglinginn :D að muna allar þessar gömlu kvartmílusögur þó ég hafi nú verið töluvert mikið þarna upp á braut í gamladaga og reyni mitt besta :D Það er reyndar dálítið magnað hvað mikið af þessum upplýsingum setja eftir í hausnum á manni eftir öll þessi ár.
Fyrsta myndinn er í dálitlu uppá haldi hjá mér en þar sést í pabba gamla hanga í stuðaranum á honum í burnout.
Seinni myndin er tekin upp í Sýningarhöll um Páska ´79
Skúri:
Hérna kemur svo slatti af myndum af honum sem ég fann www.bilavefur.net
Fyrst koma myndir af honum þegar Harry átti hann.
Svo koma myndir af honum þegar sá sem kaupir hann af Harry átti hann og keppti á honum ´79
Þar á eftir koma myndir af honum þar sem ég veit ekki hver á hann
Skúri:
Hérna kemur svo restin.
Þessar myndir eru eftir að Ari kaupir hann, fyrst þegar þegar hann var með hann á götunni og svo koma myndir eftir að Ari fer að keppa á honum.
Síðasta myndaserían af honum er eins og mér skilst að hann sé í dag.
Það væri gaman ef einhver kæmi svo með nánari útlistun á því hvernig hann hefur verið útbúinn í gegnum tíðina.
Kristján Skjóldal:
þetta er 1 sá flottasti sem er til á þessu skeri =D>
Navigation
[0] Message Index
[#] Next page
[*] Previous page
Go to full version