Author Topic: DODGE DAKOTA QUADCAB 4.7 4WD (Vantar kalt mat)  (Read 3388 times)

Offline grease monkey

  • Playing NHRA on playstation
  • *
  • Posts: 8
    • View Profile
DODGE DAKOTA QUADCAB 4.7 4WD (Vantar kalt mat)
« on: April 28, 2009, 16:42:35 »
Mig vantar álit frá einhverjum sem hefur reynslu af DODGE DAKOTA QUADCAB 4.7 4WD hvernig þessir bílar eru að virka ,bíllinn sem ég er að spá í er árgerð 2000
Ég er að hugsa um að nota bílinn í sleðasportið og kem til með að draga tveggja sleða kerru sem er ca 750-800 kg með 2 sleðum 
Hvernig hafa þessi bílar komið út varðandi eyðslu er hún ásættanleg miðað við afl
Ég persónuleg er orðin soldið leiður á jeppum með bátavélar (Disel) sem gera ekkert annað en að eyða 25 á hundraðið og steinsofna í öllum brekkum og skíta á sig í mótvindi
Endilega komið með kalt mat og ekki draga neitt undan  =D>

Offline Gustur RS

  • In the burnout box
  • ***
  • Posts: 190
    • View Profile
Re: DODGE DAKOTA QUADCAB 4.7 4WD (Vantar kalt mat)
« Reply #1 on: April 28, 2009, 18:59:09 »
Þessar vélar eyða HELLING hvað þá í svona drætti annars veit ég ekkert um bílinn sjálfann
Kv.
 Þórarinn Ágúst Freysson

Range Rover ´76 "38

Offline grease monkey

  • Playing NHRA on playstation
  • *
  • Posts: 8
    • View Profile
Re: DODGE DAKOTA QUADCAB 4.7 4WD (Vantar kalt mat)
« Reply #2 on: April 28, 2009, 19:42:56 »
Ef hann eyðir ca 25 +-2ltr á langkeyrslunni með kerruna þá er ég bara sáttur,en erum við ekki tala um ca 16-20 innanbæjar og 14-15 á langkeyrslunni
vitiði hvernig þessar vélar hafa verið að koma út í öðrum bílum eins og td cheroke

Offline cv 327

  • Pre staged
  • ****
  • Posts: 433
    • View Profile
Re: DODGE DAKOTA QUADCAB 4.7 4WD (Vantar kalt mat)
« Reply #3 on: April 29, 2009, 00:32:40 »
Átti Durango með 4,7 ltr. 31" dekk. Eyðslan var 12-14 ltr. í langkeyrslu og 15-20 ltr. í snatti. Nokkuð góð vinnsla en ekki mikið tog. Prófaði ekki að draga neitt á honum en gæti ímyndað mér að það væri í lagi með 800 kg kerru. Þó er spurning með að lækka drifið ef búið er að stækka dekkin.
Kveðja.
Gunnar B. Eyjólfsson
Sveitakallinn

Offline Ramcharger

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 1.485
    • View Profile
Re: DODGE DAKOTA QUADCAB 4.7 4WD (Vantar kalt mat)
« Reply #4 on: April 29, 2009, 08:59:49 »
12-14 ltr er ekki mikið þetta þungan bíl :!:
Andrés Guðmundsson

Nova "70 R.I.P
Celica "72 R.I.P
Ramcharger "74 R.I.P
Olds Delta Royal "78 R.I.P

Offline KiddiJeep

  • Pre staged
  • ****
  • Posts: 283
    • View Profile
Re: DODGE DAKOTA QUADCAB 4.7 4WD (Vantar kalt mat)
« Reply #5 on: April 29, 2009, 18:33:14 »
Mín reynsla af Grand Cherokee með sömu vél er 10-14 á þjóðvegi (10 er 90 km/klst í meðvind, 14 er með cruise control á 130 km/klst)
Innanbæjar þá er hann í 16-20, þó yfirleitt nær 20
Kristinn Magnússon.

Offline JONG

  • Pre staged
  • ****
  • Posts: 342
    • View Profile
Re: DODGE DAKOTA QUADCAB 4.7 4WD (Vantar kalt mat)
« Reply #6 on: April 29, 2009, 20:38:02 »
Fór hrínginn í sumar á mínum 2000 Grand Cherokee lim. 4.7 og var eyðslan 11,3. á 94-98 km hraða mest með krúsið á .. Innanbæjar er það 17-21 eftir hvort kynið er að keyra... Átti svona quad cab 2003 með 3,9 magnum og var hann með svona 18-20innanbæjar , mældi aldrei lángkeyrslu. Lángar einnmitt í annan svoleiðis með 4.7.. :)
Jón Árni Guðmundsson
BMW 330i ZHP

Offline Ozeki

  • In the pit
  • **
  • Posts: 66
    • View Profile
Re: DODGE DAKOTA QUADCAB 4.7 4WD (Vantar kalt mat)
« Reply #7 on: May 02, 2009, 19:09:05 »
Ég á einn svona Dakota 2000 módelið með 4,7.  Snildarvél alveg, togar 400 Nm @3200 RPM og fékk held ég verðlaun þar vestra sem best heppnaðasta 8cyl vélin það árið.

Eyðslan er þetta 16-18 í snattinu, ég hef mælt hann á 14 með fullan bíl af fólki og ca 250kg á pallinum í langkeyrslu.

Segðu annars frá hvaða grútarbrennarar hafa komið svona ílla út hjá þér.  Ég er einmitt í hugleiðingum að selja minn eða setja upp í annan nýrri og hef verið að velta því fyrir mér hvort ég eigi ekki bara að halda mig við V8 bensín sem ég er harðánægður með eða prófa svona bátavélar :)

Offline grease monkey

  • Playing NHRA on playstation
  • *
  • Posts: 8
    • View Profile
Re: DODGE DAKOTA QUADCAB 4.7 4WD (Vantar kalt mat)
« Reply #8 on: May 02, 2009, 20:38:08 »
Ég var núna síðast með Pajero ´98 2.8 DTI 33" og hann var að eyða ca 25 með sleðakerruna aftaní og ekkert power í brekkurnar , það má auðvitað fara í dýrari Disel jeppa til að fá hestöfl og tog en þegar maður er að leita að jeppa uppá max eina miljón þá er fátt um fína drætti í disel geiranum þannig að þá fer maður auðvitað að skoða V8 jeppana