Kvartmílan > Aðstoð

Hitaþolið lakk eða húðun af einhverju tagi.

(1/2) > >>

Guðmundur Þór Jóhannsson:
Hefur einhver ykkar reynslu af einhverju hitaþolnu lakki sem að væri hægt að nota á flækjur eða einhverja álíka heita hluti ?
Eða er eitthvað fyrirtæki hérna heima sem að getur húðað svona hluti eins og með keramik húð eða einhverju svipuðu ?
Allar ábendingar vel þegnar ;)

kv
Guðmundur

Kristján Skjóldal:
þú getur notað grillsprey til að redda þér

Nonni:
Ég keypti efni hjá Slippfélaginu sem átti að vera einstaklega hitaþolið og er víst notað mikið af álverunum.  Fór eftir öllum leiðbeiningum (sandblés flækjurnar og alles) en setti kannski full þykkt á aðra flækjuna.  Ég bakaði þær ekki í ofni en lét vélina um að bræða þetta saman. 

Þetta var helvíti flott í nokkra mánuði en á endanum fór að flagna ef þeirri sem var með þykkra lagi og einhverju seinna byrjaði það á hinni.  Kannski hefði náðst betri árangur ef ég hefði sett þær í ofninn eða á grillið þó ég efist samt um það.

T/A:
Það er til powder coating sem er hitaþolin. Veit ekki hvort það séu einhverjir sem eru með það á Íslandi (þú getur ath. hjá t.d. Pólýhúðun á Akureyri). Ef þetta er ekki til skrauts, hvernig væri þá að nota "Header Wrap" og losna þannig líka við hita úr vélarúminu...

maggifinn:
Vélaverkstæði Egils getur keramikhúðað.    www.egill.is

Navigation

[0] Message Index

[#] Next page

Go to full version