Kvartmílan > Aðstoð
Leiðinlegur gangur..
stebbsi:
Er í smá veseni með bílinn, þegar ég starta þá gengur hann rosalega leiðinlegann gang og er við að drepa á sér nema hann fái smá inngjöf, svo drepur hann á sér eftir ca. mínútu og þá vill hann ekkert í gang aftur.. Hvað grunar ykkur spekingum hvað sé að, og hvað á maður að tékka á??
motors:
Hljómar eins og blandan sé vitlaus,bensínbleytir kertin, þess vegna neitar hann aftur í gang,skrúfaðu úr kerti og skoðaðu,þau segja ansi mikið,td svart og sótugt kerti=sterk blanda,annars er erfitt að skjóta á svona getur verið svo margt,en skoðaðu kertin. :-k
R 69:
Ef þetta er gamalt bensín (á tanknum frá síðasta hausti), þá skaltu setja ísvara út í það.
Gizmo:
--- Quote from: Helgi69 on April 19, 2009, 22:23:22 ---Ef þetta er gamalt bensín (á tanknum frá síðasta hausti), þá skaltu setja ísvara út í það.
--- End quote ---
Nákvæmlega, gamalt vatnsmettað bensín, ekki gott, tappa því af helst.
Gustur RS:
Er bíllinn kominn í gang aftur ??? ef svo er hvað var málið ???
Navigation
[0] Message Index
[#] Next page
Go to full version