Author Topic: Hitaþolið lakk eða húðun af einhverju tagi.  (Read 4320 times)

Offline Guðmundur Þór Jóhannsson

  • Pre staged
  • ****
  • Posts: 455
    • View Profile
Hitaþolið lakk eða húðun af einhverju tagi.
« on: April 24, 2009, 00:43:05 »
Hefur einhver ykkar reynslu af einhverju hitaþolnu lakki sem að væri hægt að nota á flækjur eða einhverja álíka heita hluti ?
Eða er eitthvað fyrirtæki hérna heima sem að getur húðað svona hluti eins og með keramik húð eða einhverju svipuðu ?
Allar ábendingar vel þegnar ;)

kv
Guðmundur
Guðmundur Þór Jóhannsson
(Gummi 303)

Offline Kristján Skjóldal

  • On the bumper looking at god
  • *******
  • Posts: 4.781
  • ef stórt er gott þá er stærra betra
    • View Profile
Re: Hitaþolið lakk eða húðun af einhverju tagi.
« Reply #1 on: April 24, 2009, 08:59:01 »
þú getur notað grillsprey til að redda þér
best á Camaro 1972 1,49 60 f 6,49 1/8  10,19 1/4 @ 131.96.  best á  Blower Camaro 1967 1,16 60 F 5,12 1/8 og 8,16 1/4 @169. best á Dragga 8,26 @ 170,97 en þá voru ekki komnir 60 f timar. sandur 3,34 draggi og á hjóli 4,56 kveðja Kristján Skjóldal

Offline Nonni

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 890
    • View Profile
Re: Hitaþolið lakk eða húðun af einhverju tagi.
« Reply #2 on: April 24, 2009, 09:05:42 »
Ég keypti efni hjá Slippfélaginu sem átti að vera einstaklega hitaþolið og er víst notað mikið af álverunum.  Fór eftir öllum leiðbeiningum (sandblés flækjurnar og alles) en setti kannski full þykkt á aðra flækjuna.  Ég bakaði þær ekki í ofni en lét vélina um að bræða þetta saman. 

Þetta var helvíti flott í nokkra mánuði en á endanum fór að flagna ef þeirri sem var með þykkra lagi og einhverju seinna byrjaði það á hinni.  Kannski hefði náðst betri árangur ef ég hefði sett þær í ofninn eða á grillið þó ég efist samt um það.
Jón H. Guðjónsson

1986 Pontiac Firebird Transam
1981 Chevrolet Blazer K5 Silverado
2007 Jeep Grand Cherokee Laredo
2006 Trek 5200
2012 Cube LTD Race

Offline T/A

  • Pre staged
  • ****
  • Posts: 288
    • View Profile
Re: Hitaþolið lakk eða húðun af einhverju tagi.
« Reply #3 on: April 24, 2009, 14:02:32 »
Það er til powder coating sem er hitaþolin. Veit ekki hvort það séu einhverjir sem eru með það á Íslandi (þú getur ath. hjá t.d. Pólýhúðun á Akureyri). Ef þetta er ekki til skrauts, hvernig væri þá að nota "Header Wrap" og losna þannig líka við hita úr vélarúminu...
Kristján Pétur Hilmarsson

Offline maggifinn

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 1.291
    • View Profile
Re: Hitaþolið lakk eða húðun af einhverju tagi.
« Reply #4 on: April 27, 2009, 02:08:03 »
Vélaverkstæði Egils getur keramikhúðað.    www.egill.is

Offline Guðmundur Þór Jóhannsson

  • Pre staged
  • ****
  • Posts: 455
    • View Profile
Re: Hitaþolið lakk eða húðun af einhverju tagi.
« Reply #5 on: April 27, 2009, 12:11:55 »
Takk kærlega fyrir ábendinguna.
Ég hringdi í þá en þeir eru víst hættir að keramik húða .. eða hafa ekki gert það lengi sagði hann.

kv
Gummi
Guðmundur Þór Jóhannsson
(Gummi 303)