Kvartmílan > Evrópskt

Mk1 Golf Tilbúinn !! ???

(1/6) > >>

Cavalier:
Jæja

langaði að búa hér til smá þráð um bílinn minn sem ég keypti í september á seinasta ári.

Þetta er fyrsti bílinn sem ég geri upp og annar bílinn sem ég ég kaupi mér! b.t.w ég á enþá minn fyrsta bíl :D

Þetta er Mk1 Golf 1800 GTi Cabriolet Karmann Wolfsburg edition (ég veit..langt nafn) árg 1985. Ég keypti hann tjónaðan og ákvað strax að hefjast handa við að laga hann. Hann er aðeins ekinn 186 þús, með ný upptekna vél. Og er ein 110hö.

Það sem ég er búin að gera hingað til er að skipta um 2xspyrnur að framan, nýjar fóðringar í spyrnurnar, 2xstýrisendar, 2xspindilkúlur, skipta um öxulhosurnar, rétta öxul, laga pönnuna, nýtt fjöðrunarkerfi (coilovers), rétta hægra innrabretti, skipta um framstykkið, kaupa húdd, 2xframbretti, rétta nokkrar beyglur og skera úr aftursvuntunni stórt ryð gat

Það sem er eftir er að klára rétta allar þessar beyglur, allt ryðið, mála, laga blæjuna, ljós, listar og ýmislegt smádót.

Planið var að fara á honum á bíladaga, en það mun nú eitthvað dragast þar sem það eru aðeins 59 dagar í þá og mikil vinna eftir!

En ég ætla að láta fylgja smá myndir með þessum þræði svo þið getið séð litla dýrið mitt

vonandi njótið þið vel :)

kv. Anna Kristín Guðnadóttir

p.s ef einhver á varahluti og eitthvað smotterí í svona bíl, sem hann vill losa sig við þá endilega sendið mér einkapóst (pm)

















crown victoria:
Ég segi nú bara eins og Jón Ársæll "jjjjá" þetta lítur nú bara vel út hjá þér það sem komið er  :wink:  =D>
var blæjan ekkert farin að láta á sjá samt?

Cavalier:
takk fyrir það :)

nei hún er reyndar nýleg þessi blæja, en allir þéttilistar með henni eru ónýtir

Gustur RS:
Lítur vel út hjá þér og gaman að sjá að kvennmaður skrifar undir svona  =D>

ADLER:
Flott og gaman að sjá þegar að svona bílum er bjargað af einstaklingum sem gera hlutina vel.

Það er gaman að eiga blæju bíl yfir sumar tímann ég á sjálfur BMW e36 convertible sem er bara notaður á sumrin en hann keypti ég smávægilega tjónaðann á sínum tíma og ég geri ráð fyrir því að ég muni eiga hann um ókomin ár.

Þarna er einn blæju bíll í vandaðri uppgerð:
http://www.stjarna.is/spjall/viewtopic.php?f=15&t=12843

Það væri gaman að ná saman á samkomu sem flestum blæju bílum af öllum gerðum á einn stað einhverndaginn.

Navigation

[0] Message Index

[#] Next page

Go to full version