Kvartmílan > Leit að bílum og eigendum þeirra.

Firebird 1968 ??

(1/7) > >>

Ztebbsterinn:
Í kringum 1971 til 1973 flutti faðir minn inn mosagrænann 1968 Firebird, 350 sjálfskiptann með vinil topp og átti í nokkur ár.
Einn góðan veðurdag fór kallinn á ball á Akureyri, inná ballið kom maður og spurði hver ætti þennan gullfallega mosagræna firebird fyrir utan?
Þessi maður var flugumferðarstjóri á Akureyri og endaði norðurferðin á því að bíllinn var skilin eftir í eigu flugumferðarstjórans.
Uppí Firebirdinn var tekinn gamall Plymouth Valiant, 4dyra, og var það þá farkosturinn heim til Reykjavíkur hjá þeim gamla.

Kannast einhver við þennan Pontiac Firebird 1968 - mosagrænn með svörtum viniltopp, svartur að innan ?

Belair:
humm kannski A-68 (BO650)

Kristján Skjóldal:
ertu viss með svartur að innrétingu í  A68 er græn :-k

Belair:
 :oops: ef bara seð hann að undan  :D

Ztebbsterinn:
Það gæti svo sem verið að innréttingin hafi verið dökk græn, innréttingin var allavega dökk.

Eftir myndaskoðun á netinu gæti svo sem verið að bíllinn sé 1967 módel en skráður 1968.
1968 var komið pontiac logo-parkljós í afturbrettið en ekki 1967.
Í minningunni heldur hann að þessi bíll hafi ekki verið með þessu parljósi í afturbrettinu.
Möguleiki er á því að bíllinn hafi verið seldur til landsins sem "68 en sé í raun "67.

Bíllin var á "Y" númeri þar til hann var seldur til Akureyrar, þá væntanlega farið á "A" númer.

Navigation

[0] Message Index

[#] Next page

Go to full version