Gamli Þ12
Kemur nýr í Hveravelli í Reykjahverfi, S-Þing. Eigandi þar er Garðræktarfélagið á Hveravöllum/Atli Baldvinsson.
Seinna er hann seldur sennilega til Snæbjarnar Kristjánssonar í Laugarbrekku, Reykjadal S-Þing. Nýr var hann með gluggalausar hliðar (sedan delivery) enn Snæbjörn skar úr honum og setti þessa glugga í.
Eftir að hann fer úr Reykjadalnum þekki ég ekki sögu hans, því miður.