Kvartmílan > Ford

skemmdur ´65 fastback

(1/10) > >>

FORDV8:
skemmdur´65 fastback

Gummari:
gaman ad thessu. nu er thessi farinn ur landi h;lfdans bill var hann svona gulur original og hver setti vinyl lookid a hann ?

429Cobra:
Sælir félagar.  :)

Já þetta er bíllinn sem að ég átti.  :-(

Þessi mynd er vafalaust tekin mjög stuttu áður en að ég fékk hann, þar sem að ég náði í hann á þennan stað.

Bíllinn var upphaflega "silver smoke gray" með "K" í "color code".

Þegar hann kom hingað til lands 1975 að mig minnir þá var hann "flösku-grænn" eins og kallað var, en það var mjög svipaður litur og var á 1967 Shelby-inum sem núna er farinn til Japan.
Bíllinn var þannig í einhver ár, en sá sem að ég keypti bílinn af skilst mér að eigi þann vafa sama heiður að hafa málað bílinn gulann og sett þennan ógeðslega vínil-topp á hann.

En það er gaman af þessari mynd og hún er sú besta af tjóninu á bílnum sem að ég hef séð.

Myndin hér að ofan er tekin haustið 1980 en þessar hér að neðan eru teknar um páskana 1981.





Kv.
Hálfdán. :roll:

FORDV8:
betri hliðin

WS6:
veit einhver hvað bílnr er á þessum bíl? ég er svona 98% viss um að þetta sé gamli bíllinn hans pabba, hann létt setja vynil toppinn á, það var víst einhvað í tísku í gamla daga sagði hann:)

Navigation

[0] Message Index

[#] Next page

Go to full version