Kvartmílan > Ford

Mercury Zephyr 1978

(1/7) > >>

Serious:
Jæja mér datt í hug að setja smá link um bílinn minn , nokkrar myndir og svona smá info með , þetta er sem sagt Zephyr 78 station 6 cyl línuvél 200 ci ssk c4 . Bínum var lagt fyrir einum 14 árum og hefur ekki verið gangsettur né ekinn síðan fyrr en núna í Mars þegar bíllinn var tekinn inní skúr, svona leit hann út þegar ég eignaðist hann í haust.

Serious:
Fyrsta skref var að skoða hvernig náttúran hefði farið með hann sætin tekin úr og frekað ógeðfellt gólfteppi fjarlægt ásamt einangrunar mottum allt rennandi blautt og fúið enda lekið vatn inní hann öruggleg í nokkur ár um nokkur smágöt sem fundust á toppnum á honum og þá blasti dýrðin við í öllu sínu veldi . Fenginn var blikksmiður til að mæla upp og smíða skúffur í gólfin sem nú er að mestu búið að laga bara eftir lokafrágangur sem myndað verður þegar búið er að klára.

cecar:
Gangi þér vel með þennan, en seigðu mér hvernig gekk gangsetninginn eftir öll þessi ár úti og virkaði flest ??

Serious:
Takk Frank .Já búið að gangsetja og gengur fínt smá fúsk í honum fyrst en ekkert stórt pússa upp kerti lok hamar annað háspennikefli laga bensín slöngu setja bensín á hann og voila og já ég lét gera upp startarann það var útaf honum sem bílnum var lagt á sínum tíma og reyndar er ég búinn að aka honum um útí Krossanesi og virkar hann bara fínt þurfti að bæta smá á skiptingu annað ekki meyra að segja eru bremsur á honum það hefur ekkert verið átt við bremsur bara keyrt á stað smá stirður fyrstu metrana en er allur að liðkast.þegar hann var dreginn inn í skúr þaðan sem hann stóð voru öll hjól laus og fín ekkert vandamál þar á ferð enda er þetta jú af Ford ætt.

ADLER:
Þetta er Mustang station  :-"

Navigation

[0] Message Index

[#] Next page

Go to full version