Kvartmílan > Spyrnuspjall
Kirky ál stólar
69Camaro:
Sæll Árni
Ég átti svona stóla og var mjög ánægður með þá, eins og Guðmundur segir þá halda þeir vel við mjóbakið og síðurnar en eru ekki með sama stuðningi við efri hluta skrokksins og í kring um hausinn. Mig minnir að ég hafi notað stól sem er 17", hefði kannski ekki veitt af honum aðeins stærri. Annar kostur við þessa stóla er álið sem gerir það að verkum að einfalt er að sjóða festingar á hann. Þegar að ég pantaði minn hjá Summit á sínum tíma þá var stuðst við eitthvað mál þvert yfir mjóbakið, minnir að Kirkey hafi gefið það upp. Þetta eru stólar sem eru hvað mest notaðir í kvartmílunni fyrir vestan.
kv.
Ari
Guðmundur Þór Jóhannsson:
Þeir bjóða upp á allskonar stóla.
Ég tók Pro street drag en það er spurning hvort mar hefði átt að taka Deluxe road race eða með meiri stuðning.
Ég held að flestir stólarnir séu uppréttir nema þeir sem að heita eitthvað Layback
Hér er svo listi yfir alla stólana http://www.kirkeyracing.com/index.php?link=browse&code=Series
kv
Gummi
Big Fish:
Sælir ég er með svona stóla í camarónum hjá mér þú geddur fengið að máta 893-6321
kv þórður
ÁmK Racing:
Takk fyrir svörinn drengir.Skoða þetta.Kv Árni
Navigation
[0] Message Index
[*] Previous page
Go to full version