Kvartmílan > Bílarnir og Græjurnar
Pontiac Trans Am GTA - Project
Sivalski:
Jæææjaaa.. Þá mjakast þetta áfram, gerist nú ekki hratt en hérna eru nokkrar myndir
Ég var svona að pæla í að reyna að föndra sjálfur í gólfið en langar að gera það vel samt sem áður,
hvernig suða væri best, ef ég sker í burtu ryðguðu svæðin, er óskynsamlegt að pinnasjóða þetta?
Og hvaða efni er hægt að nota sem stoppar ryð?
-Viktor
Gilson:
mig suða er það skynsamlegasta í svona gólf verkefni geri ég ráð fyrir
Stefán Hansen Daðason:
Held það sé bara leiðindi með pinnasuðu í svona vinnu fer nú bara eftir hvað efnisþykktin er í gólfinu
ég myndi nota hlífðargassuðu.
Árni Elfar:
Úff hvað hann er orðinn ljótur :mad:
Svona var hann í DENN 8-)
Sivalski:
hehe já segðu,,
hann er búinn að standa í nokkur ár og mjög lítið gert.. en markmiðið er nú að gera hann fallegan :)
það er bara ekki alveg nóg til af peningum svona í miðri kreppunni en ég geri þetta hægt og rólega
Navigation
[0] Message Index
[#] Next page
Go to full version