Kvartmílan > Aðstoð

losna við riðhúð

(1/2) > >>

Maverick70:
sælir, er með gamlann mustang, sem að var sandblásinn og grunnaður og var svo látinn standa úti og er allur riðgaður aftur, riðhúð, soldið gróf, yfir honum öllum, hvað er best að gera, er það að slípa hann niður, riðhreinsun, sanblástur eða hvað?

Moli:
Myndi halda að blástur eins og glerblástur mundi leysa þetta, held að það hafi amk. gert við '70 Mustangin sem er í uppgerð á Patró eftir að hann var sandblásin og látin standa úti. Annars er Hálfdán að flytja inn blástursgræjur þar sem matarsódi er notaður, hitar ekki járnið og er mjög fínn.

broncoisl:
Sýra leysir upp ryð, ryðið bara lekur af. Erlendis eru til efni sem eru sérstaklega ætluð til að gera svona spreyjað á og skolað af (sumt meira að segja sagt umhverfisvænt). Ég hef sjálfur notað 25% saltsýru (hydrochloric acid) til að leysa upp svona yfirborðsryð af smáhlutum. Ég þurka sýruna af með þurri tusku og grunna svo strax með sýrugrunn. Ef það er ekki gert er flöturinn fljótur að fá á sig ryðlit aftur.

 [-X En TAKIÐ EFTIR SÝRAN ER BANEITRUÐ og hættuleg, brennir húð og augu, ef einhver reynir þetta þarf að verja sig, gúmmíhanska góða grímu og loftræstingu hlífðarföt og allt sem er úr járni verkfæri og þessháttar í húsnæðinu getur ryðgað af gufunni.

Fosfórsýra er líka notuð til að hreinsa ryð, hef bara ekki fundið hana út í búð.






429Cobra:
Sælir félagar. :)

Það er einmitt þess vegna sem að ég er að flytja inn sýrulaust efni, það er sápa og skolar af ryðhúð.
Þetta efni virkar ekki eins og sýra og það getur verið dálítinn tíma að virka, en það skemmir ekki málma eins og sýran gerir.

Þetta er heimasíðan þeirra:  http://www.safestrustremover.com/ skoðið þetta vel þetta er ekkert bull. :!: :!:

Já og ég er búinn að fá efnið aftur og get byrjað að afgreiða það um helgina!! :smt023

Kv.
Hálfdán.

Tiundin:
Svo er þessi með ýmis ryðhreinsiefni http://www.em.is/index.php?categoryid=3

Navigation

[0] Message Index

[#] Next page

Go to full version