Kvartmílan > Aðstoð
Econoline Fæ ekki neista ???
OddurB:
Sælir !
Ég er í þvílíkum vandræðum, ég er með Econoline E-150 árg 1990 með 302cc V8 og innspýtingu.
Ég fæ ekki neista á kerfið.... Ég er búinn að skipta um kerti og þræði, búinn að skipta um lok og hamar, búinn að prufa 3 háspennukefli
svo skipti ég um stator "PIP coil" í kveikjunni, ég skipti líka um kveikjuheila, búinn að mæla straum að keflinu og það er 12 v og 8,5 - 9,5 meðan ég starta. en það kemur ekki neisti útaf keflinu... (stundum kemur einn lítill neisti þegar að ég er búinn að reyna að starta og sný lyklinum tilbaka) Hamarinn snýst og startarinn snýr vélinni, allt í góðu með það...
Ég skil ekki hvað getur verið vandamálið, að vísu þá kemur ekkert "check engine" ljós í mælaborðið, gæti verið að tölvan sé grilluð eða þá að hún sé ekki að fá straum ? getur þetta tengst "Throttle position sensor".
Ég er alveg að gefast upp !
Öll ráð eru vel þegin...
Kv Oddurb
8938643
Kristján Skjóldal:
það er spurnig hvort að sviss botn sé ónitur :idea: :-k
OddurB:
getur það verið ?
mótorinn snýst og hamarr og alles ?
Ramcharger:
Prufaðu að tengja beint inn á keflið.
En eins og Kristján sagði þá bendir allt til þess að svissbotninn sé dead :idea:
OddurB:
--- Quote from: Ramcharger on March 04, 2009, 11:18:21 ---Prufaðu að tengja beint inn á keflið.
En eins og Kristján sagði þá bendir allt til þess að svissbotninn sé dead :idea:
--- End quote ---
Ok er hann ekki bara neðst á svissnum ?
Navigation
[0] Message Index
[#] Next page
Go to full version