vegna þess að ég fer bráðlega að verða pabbi þá ætla ég að athuga hvort einhver hefði áhuga á elskulega Subaruinum mínum.. þessi bíll er MIKIÐ endurnýjaður og búið að eyða alveg gommu af peningum í hann! læt hann ekki fara fyrir einhvað klink. langar ekkert voðalega til að láta hann fara.. en stundum er þetta bara svona.
2.2 Subaru er orðið frekar erfitt að finna á klakanum, enda ekki voðalega mikið til eftir af þeim.
búið er að eyða alveg hellings tíma í þennan bíl, búið er að lækka hann og setja opið loftinntak ásamt stífu í húddið. vélin var tekin í gegn fyrir stuttu og er bíllinn keyrður sirka 800 KM síðan það var, búið er að setja innréttingu úr 2003 imprezu í hann.. þ.e.a.s sætin, og einnig er stýrið úr Legacy '98 GT, búið að skipta um gírskipti unitið og handbremsuhaldfangið og ýmislegt fleira. með bílnum fylgir svo þakspoiler.
búið er að lækka bílinn líka. bíllinn er óskoðaður, hann er bara nýlega kominn á númer aftur.. var seinast á götunni 2005 og stóð lengi inni. en hann flýgur í gegnum skoðun, því get ég lofað. bíllinn er nánast ekkert ryðgaður.. ég skipti um húdd, frammbretti, skotthlera og frammstuðara á honum. smá bóla í öðru afturbretti en það er ekki neitt neitt.
um er að ræða Subaru Legacy 2.2 GX 4WD '91
Ekinn: 170 þús km
Gírskipting: 5 Gíra beinskiptur
Drif: 4WD með háu og lágu drifi
Hestöfl: 140 hö orginal
það sem er nýtt í bílnum er
Búið að skipta um vatnskassa
Nýtt Opið loftinntak ásamt öndunarsíu
Nýjir Soundstream 3way hátalarar frammí og afturí.
Skipt var út öllum dempurunum á bílnum úr bíl sem var nýskoðaður.
Nýjir drullusokkar, skornir eftir rallyarmor drullusokkunum
Nýr Rafgeymir
Nýtt Xenon 8000K kerfi í aðaljósum
Nýjar perur í öllum ljósum
Nýjar 17" álfelgur á nýjum 215/45R17 dekkjum ásamt felguróm og miðjuhringjum
Nýtt stýri úr Legacy '98 GT
Ný sæti úr Imprezu 2003
Nýjir diskar og klossar að framan og að aftan
Nýr (notaður) öxull
Ný kerti
Ný tímareim og pakkdósir
Ný kúpling, lega og pressa
Nýjar ventlalokspakkningar og pakkningar fyrir boltana líka
Ný bensínsía
Ný lega í swinghjóli
Nýjar pústpakkningar í pústgreininni
Nýjir pústboltar (pinnboltar)
það fylgja nýjir kertaþræðir með bílnum líka, en hinir eru í góðu lagi.
ofl... ofl...
bíllinn þarfnast lokafrágangs, það þarf að skipta um pústskynjara (gengur furðulega bíllinn), eina pústpakkningu á miðju pústkerfis, og laga hraðamælirinn, ekki væri slæmt að sjá þennan bíl á götunni nýmálaðan og flottan líka. einning væri fínt að skipta út frammbrettunum á honum því þau eru orðin frekar döpur, fyrir utan það er bíllinn alveg svo til ryðlaus!
myndir frá breytingum og fleira má finna á þessari slóð hérna fyrir neðan, svo er bara að flétta blaðsíðunum.
http://s76.photobucket.com/albums/j27/siggihelga/Verðhugmynd: 200þús kall staðgreitt sem er bara bull!! búið að fara mikill peningur og tími í þennan bíl, skoða ekki nein skipti!!
Upplýsingar í síma 8447519 (Sigurður)