Kvartmílan > Bílarnir og Græjurnar
Hot Rods/ Customs
(1/1)
429Cobra:
Sælir félagar. :)
Mig langaði til að koma með nokkrar myndir af bílum sem eru með "custom/Hot Rod" málningu.
Það er eins og það sé litið niður á menn sem að vilja mála bílana sína örðuvísi en original í dag, og ég verð að segja fyrir mig að ef svo heldur áfram þá verður flóran frekar einsleit.
Flott málning á bíl gerir hann bara sérstakari og lætur hann standa út úr, frekar en að hann sé bara einn af fjöldanum sem að er eins málaður og hinir.
Málning, felgur, innrétting og fleira eru bara nokkur atriði sem að má breyta hvort sem að það er mikið eða lítið, en það setur strax persónulegann stíl á viðkomandi tæki.
Ég er ekki að segja að bílar sem eru málaðir eins og "original" séu ljótir eða slæmir þvert á móti, en er gaman að hafa alla bíla svoleiðis. :?:
Hér eru nokkrar myndir af bílum sem að eru ekki eins og "original" og eru margir þeirra bara flottari vegna þess, og eiga eigendur hrós skilið. =D>
Kv.
Hálfdán.
Serious:
Hálfdán þetta er sko eins og bílar eiga að vera sem sagt bílar með karakter 8-)
Stefán Már Jóhannsson:
Þetta er bara gott, bara gott. Amerískir bílar eru einir af fáum bílum sem bera svona brjáluð paintjob, þannig mér finnst að menn eigi að notfæra sér það. Ekkert gaman af því að hafa þetta allt eins.
Navigation
[0] Message Index
Go to full version