Kvartmílan > Bílarnir og Græjurnar

oldsmobile 70 model

<< < (7/15) > >>

Gummari:
herra 70olds ég sá 15" felgur einsog þú varst að óska eftir á einum dreka í hafnafirði kannski þær fáist keyptar bíllinn sem á þeim stendur er til uppgerðar  :wink:

road runner hér á spjallinu veit meira um málið

70olds:
sælir allir og takk fyrir commentin...
...já og takk "Gummari" fyrir þessar upplýsingar með felgurnar...ég verð í sambandi við road runner, mig langar endilega að halda þessu original looki á felgunum en það er fátt um fína drætti í dekkjum á 14 tommuna...

70olds:
Jæja, sælir félagar...og nei, ég er ekki dauður...þó ég hafi verið lélegur að setja inn myndir undanfarið hehe.
En nú fer loksins að draga til tíðinda...við erum búnir að sprauta kvikindið og ég er bara djö...sáttur við útkomuna.
Það eru búin að vera löng kvöld í skúrnum að raða öllu namminu saman og stilla draslið af...
Er að bíða eftir nokkrum listum og smádóti að utan til að loka útlitnu.
tók smá prufu rúnt áðan...bara svona að fá fílinginn...auðvitað losnaði vír frá bensíndælu svona til að toppa jómfrúarferðina, en fall er fararheill, ekki satt?
Þessar nýju polyurethan fóðringar eru snilld...drekinn er eins og nýr að höndla hann..
Auðvitað er hellingur sem á eftir að yfirfara og snýta, eins og td. glæran...á eftir að slípa allt og massa ( það fóru nota bene 15-16 lítrar af bara glæru á bílinn) og þá er lakkið eftir! En þetta er sem sagt allt að gerast og stutt í að kvikindið komi á götuna.

P.S. Gleðilegt sumar!

Óli Ingi:
15-16 lítrar af glæru, vorið þið að mála gámaskip

70olds:
það mætti halda það...en neibb, við vorum að gera smá trix í paintjobbinu og þá þarf að glæra oft á milli umferða...
þetta verður bara cool \:D/ \:D/

Navigation

[0] Message Index

[#] Next page

[*] Previous page

Go to full version